Hlín - 01.01.1950, Page 68
66
Hlín
Fyrstu og stórfeldustu erfiðleikarnir eru þeir, að mikill
fjöldi landsmanna gerir sjer ekki grein fyrir stórvægi
þessa máls. — Allur fjöldinn heldur því fram, að ræktun
nytjaskóga hjer á landi sje fjarstæða ein. — Sem betur fer
bætast þó stöðugt nokkrir í Jjann hópinn, sem trúna hafa
á möguleika skógræktarinnar, finna ilm og yl skóganna.
Þá eru það erfiðleikarnir vegna sambúðarinnar við
beitarfjeð.
Og svo er spurt: „Hvar á að fá allan þann aragrúa af
plöntum, sem þarf til þess að koma upp skógi eða skóg-
um?“
Róm var ekki byggð á einum degi. — Litli hornsteinn-
inn er undirstaða stórrar byggingar. — Engum dettur
heldur í hug að hjer vaxi hár nytjaskógur á svipstundu,
en fyrst er að hefjast handa og vinna af trúmensku og
dugnaði þessu mikla máli til heilla.
Eftir þeim upplýsingum, sem jeg hef fengið, hefur tek-
ist að fá í ár 4—500 þús. plöntur til að gróðursetja. Flestar
þeirra er fura. Mikið af þessum plöntum er komið frá
Norður-Noregi, þar sem loftslag er líkast og hjer á landi.
Þeir, sem fást hjer við plöntuuppeldi, fullyrða að ef engin
sjerstök óhöpp steðji að, þá líði ekki á löngu áður en þeir
geti látið af hendi um eina miljón af hentugum trjáplönt-
um til gróðursetningar ár hvert. — En hvað hrekkur ein
miljón plantna, þegar klæða á landið? Ef sparlega er á
haldið, fara 5000 plöntur í einn hektara, hefur því verið
plantað í nær 100 ha. lands f ár. — Ef fleiri trúmenn bæt-
ast í hópinn, og meiri skriður kemst á skógræktina, líður
ekki á löngu þar til við höfum tvær miljónir plantna á
ári, og yrði þá hægt að fá plöntur í 400 ha. lands. — Ykkur
finst nú sennilega jeg vera um of bjartsýn, og segið sem
svo: „Hver á að gróðursetja öll þessi ósköp?“
Nágrannaþjóðir okkar láta skólaæskuna gróðursetja
og hefur það gefist Ijómandi vel. — Hverjum stendur líka