Hlín - 01.01.1950, Page 69
Hlin
67
nær að klæða landið en æskulýðnum, sem á að njóta
ávaxtanna?
Frá Alaska fáum við sitkagrenið — þá viðartegund,
sem mestar vonir eru bundnar við.
Það er ótrúlegt en þó satt, að í fjörðum Alaska, sem um-
luktir eru fjöllum og skriðjöklum, svo að ísrek hve vera
þar á fjörðunum svo að segja alt árið, vaxa víðáttumiklir
sitka-greniskógar, um 30—40 m. háir. — Skógar þessir vaxa
alveg út í fjöruborð. Þangað eru menn sendir hjeðan, sem
kunnugt er, til að safna fræi, þegar fræár eru, 3.-5. hvert
ár. — í skógum þessum eru trje, sem eru 1—2 m. að þver-
máli. — Slík trje hafa verið feld til fræöflunar og sáningar
hjer á landi, svo risavaxnir eru forfeður tilvonandi greni-
skóga á íslandi! — Þessi tegund af greni er með þeirri
náttúru, að hún virðist vaxa þeim mun betur og örara,
sem úrkoman er meiri. Ætti hún því að vera tilvalin fyrir
votviðrasveitir hjerlendis. — í þurviðrasveitum má búast
við að aðrar tegundir verði hentugri, svo sem norska
skógarfuran og síberíska lerkið, sem á rúmum áratug hef-
ur vaxið á Hallormsstað í 4.-5. m. hæð Á Hallormsstað
hve vera um 7000 lerkitrje þeirrar tegundar á einum
skógarteig. — Þessi skjóti vöxtur lerkitrjáa á Hallormsstað
hefur farið fram á skýldum stað innan skógar, en á skjól-
lausum, gróðurlitlum móaásum á bersvæði, þar austur á
Hjeraði, hefur vöxturinn reynst alt að því helmingi hæg-
ari. — Þessi reynsla, sem fengist hefur með lerkið, og önn-
ur trje af svipuðu tæi, benda ótvírætt til þess, að leifarnar
af birkiskógunum okkar hafi sitt hlutverk að vinna í
framtíðar skógrækt lands vors. — Litla birkikjarrið getur
skýlt litlu trjábörnunum og stutt þau til þroska.
Þá verðum við að gera okkur ljóst, að skógrækt á erfitt
uppdráttar, þar sem viðgengst mikil vetrarbeit, en það er
trú mín, að þetta smábreytist, og ekki verði langt í land
að hætt verði að setja á guð og gaddinn.
Of langt mál yrði að telja upp þær orsakir, sem leitt hafa