Hlín - 01.01.1950, Síða 70
68
Hlin
til þess, að menn hafa ótrú á trjárækt eða skógrækt á voru
landi. Þó vil jeg nefna eina og sú er, hve illa hefur oft
tekist að rækta fá trje, hvort heldur er við hús og bæi, eða
á bersvæði. — Reynslan í Noregi hefur sýnt, að ekki er
fullreynt, hvort hægt sje að rækta einhverja trjátegund
fyr en tilraun er gerð á 4—5 ha. samfeldu svæði. Einstök
trje gefa enga úrslitareynslu, en geti þau staðið, eru meiri
líkur til að mörg trje geti þirfist vel.
Helstu uppeldisstöðvar skógræktarfjelags ríkisins eru
að Tumastöðum í Fljótshlíð, Múlakoti í sömu sveit, Hall-
ormsstað og á Vöglum í Fnjóskadal. — Þá hefur Skógrækt-
arfjelag Reykjavíkur uppeldisstöð í Fossvogi.
ÖIl hafið þið eflaust heyrt getið um Heiðmörk, þetta
2000 ha. land, er Reykjavíkurbær ljet girða til skógrækt-
ar. Var Heiðmörk vígð síðastliðinn sunnudag að við-
stöddu fjölmenni. — Ýms fjelög hafa tekið að sjer 1/10 af
svæði Heiðmerkur og skuldbundið sig til að sjá um það.
— Framtíðartakmarkið er: Skógar og ræktað land.
Og við, sem trúum á skógræktina, sjáum í. hillingum
skógarteiga og gróðursæl akurlendi í öllum frjósamari
sveitum landsins.
„Yrkið“, sagði Sigurður, Guðmundsson, skólameistari,
eitt sinn, er hann kvaddi nemendahóp. — Hann átti ekki
við að allir ættu að setjast við að yrkja Ijóð og sögur, það
væri einnig til önnur yrkja, sem gæti verið mikilsverð
landi og lýð. — Og þetta litla orð vildi hann greypa svo
fast í hugi ungmennanna, að það fjelli engan dag úr
minni þeirra, heldur ljeti það ávalt í eyrum þeirra með
svo sterkri rödd, að þeir yrðu að hlýða. — Þetta kveðjuorð
átti að merkja: „Skapaðu ný verðmæti, frjóvgaðu á ein-
hvern veg anda þinn, svo að sál þín verði fullkomnari og
þú getir veitt öðrum af auði þínum, eða frjóvgaðu jörðina
umhverfis þig, svo að hún verði fegurri og betri.“
Þegar um jarðrækt er að ræða, og þá ekki síður garð- og
skógrækt, má segja, að slegnar sjeu tvær flugur í einu