Hlín - 01.01.1950, Page 71
Hlín
69
höggi. Það er ekki einungis það, að sjá grösin gróa, og að
þar sem áður óx eitt strá vaxi nú tvö eða fleiri, eða að
jörðin verði verðmætari með aukinni yrkju, heldur hefur
öll ræktun djúptæk áhrif á sálarlíf manna, þar fer saman
ræktun jarðar og anda.
Það veitir hverjum manni hamingju að sjá verk vaxa í
höndum sjer, og fátt er það, sem er eins augljóst og áþreif-
anlegt eins og þegar berum melum og móum er breytt í
frjósamt land.
Við göngum þess ekki dulin, að verk okkar gleymast,
þannig, að með tímanum fyrnist yfir það, hver hafi verið
hvatamaður þeirra, eða lagt hönd að framkvæmd þeirra. —
En afleiðingarnar verða ekki umflúnar, þær æxlast og
lifa, og því er svo mikilsvert að leggja alúð við yrkjuna.
Flest kannist þið við kvæði St. G. St., þar sem hann
segir:
„Nú lít jeg lrjerna, þar sem auðn var endur
ódáinsskóg, sem græddu dánar hendur.
Viljinn til góðs í grónu trjánum lifir,
breiðist á óskum út um fjarri lendur.
Legsteinar eyðast, hugurinn er höfnin
hlaðin gegn brotsjó, ekki mannanöfnin.
Þó að hún gleymi hverjum eitt skal eigna,
þau geymir framtíð fegurst minjasöfnin.“
Takið eftir hvað skáldið segir: „Viljinn til góðs í grónu
trjánum lifir“. — Það er fyrst og fremst viljinn, sem svo
mikið veltur á, — það er hugurinn, hjartaþelið, sem altaf
ræður mestu um hverjar verða afleiðingar yrkju vorrar,
og hvern skerf við leggjum til framtíðarinnar.
Jeg á enga einlægari ósk en þá, að hlutskifti okkar, ís-
lenskra kvenna, verði það, að okkur lánist að taka drjúg-
an þátt í ræktun eða yrkju þess ódáinsskógar, er verndar
og fegrar hug vorn og vort kæra fósturland.