Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 72
'70
Hlin
Bændadagur.
Gróður jarðar er undirstaða alls lífs á jörðunni. — Talið
er að 98% af fæðuföngum alls mannkyns á jörðunni eigi
upptök sín frá gróðurmoldinni. — Öll ræktun og menn-
ing, meðal siðaðra þjóða, byggist fyrst og fremst á jarð-
yrkjunni. Aukin menning og aukin jarðyrkja hafa hvar-
vetna haldist í hendur. — Hin mikla fjölbreytni í starfs-
háttum og hin mikla vandvirkni, sem jarðyrkjan útheimt-
ir, hefur þroskandi áhrif á alt það fólk, sem stundar þessi
störf. Hið starfandi, lífræna samband fólks við hina gró-
andi jörð gefur því mannlegt gildi, það fólk er fyrst og
fremst hinn mannlegi stofn hverrar þjóðar og sá er þrótt-
ur og staðfesta þeirra byggist fyrst og fremst á. — Því er
það t. d. margsjeð og sannað, að fólk stórborganna úr-
kynjast og deyr út að andlegum, þjóðlegum kjarna nema
þangað sje aðstreymi, meira eða minna, af fólki, sem
uppalið er við jarðyrkju, við landbúnað.
Auk margháttaðra starfa við landbúnaðinn, hefur um-
hverfið, fjölbreytni og fegurð náttúrunnar í sveitum
landsins og gróðurskrúð jarðar, mjög mikil áhrif til auk-
ins þroska og manngildis fyrir sveitafólkið. — Uppeldis-
skilyrði æskunnar eru raunar engin til, svo að holl og
æskileg sjeu ,nema í sveitum landsins og við landbúnað,
par sem tengjast má hinu lifanda lífi og nærast af því til
þroskunar, sem aftur veiti mannlega, drengilega getu.
Höfuðskilyrði hverrar þjóðar til menningar, hreysti og
sjálfstæðis eru þau, að gnægð sje af ræktanlegu landi og
öðru því, sem til hjálpar getur orðið vaxandi jarðyrkju.
Segja má að íslendingar eigi gnægð þessara skilyrða. —
Landið býður fram um miljón hektara (ca. 3 miljónir
dagslátta) af landi, sem er auðunnið til ræktunar, en er
án þess nytjalítið, ennfremur gróðurflæmi í högum og
afrjettum. — Auk þessa er allvíða lieit jörð og heitar upp-
V