Hlín - 01.01.1950, Page 74
72
Hlín
á mann um 530 lítrar mjólkur, 80 kg. kjöt, 75 kg. garð-
matur og um 74 egg. — Þetta er innlenda búsafurðin, sem
fólkið í landinu hefur til daglegra nota á ári hverju. En
svo er þetta alt og lítið. Það þarf 800 lítra á mann á ári
svo vel sje sjeð fyrir mjólk og mjólkurvörum hverskonar,
það þarf helmingi meiri garðmat o. s. frv. — Það er að
vísu mjög mikið flutt inn af kartöflum. En þjóðin getur
aldrei flutt inn landbúnaðarvörur í stórum stíl, og ef ekki
verður fljótlega skift lijer um atvinnuhætti í landinu, á
þann hátt að hafin verði ný, stórbrotin ræktunaröld,
verður hjer hungur og heilsuleysi með þjóðinni. — Er
það vissulega menningarleysi mikið, ef þjóðin sveltur
vegna ódugnaðar á því að hagnýta eigin landsgæði og
þess að nota ekki hendur sínar til nauðsynlegra verka.
Útlitið til sjávarins fer stöðugt versnandi, og þótt megin-
hluti fólksins í landinu trúi því ekki, að landbúnaðurinn
sje aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, þá hlýtur að draga að
því, áður en langt uni líður, að hún verður að trúa því,
af því að hún á engan annan veg í framtíðinni sjer til
bjargar en þann að stunda landbúnaðinn meir og meir
og framleiða meira og meira af landbúnaðarvörum, bæði
til útflutnings og til gnægðar innanlandsþörfum.
Óhætt má fulyrða, að í Reykjavík og stærstu kaupstöð-
um sje fólkið orðið alt of margt, eða að þar sjeu til lítilla
þarfa eða ills eins, þær 30 þúsundir manna, sem landbún-
aðinn vantar til þess að helmingur þjóðarinnar stæði að
honum.
Ný rœktunaröld! Helmingur þjóðarinnar til landbún-
aðarins! Og það sem allra fyrst, stórbœndadagur yfir
landið! — Þetta er hugsjón, sem allir hugsandi menn og
konur með þjóðinni þurfa að skilja og sýna ræktarsemi.
Á því veltur hvorki meira eða minna en það, hvort þjóðin
nær að lifa sjálfstæðu menningarlífi í landi sinu eða ekki.
Stóraukinn landbúnaður er ehia leiðin. Langur og starfs-
mikill bændadagur, með drjúgum morgunverkum, en