Hlín - 01.01.1950, Síða 76
74
Hlin
árum komið þessari skipun á hjá sjer, og þar eru það líka
kvenfjelögin ,sem höfðu forgönguna, og alls staðar voru
hjálparstúlkurnar í hávegum hafðar. — Jeg minnist þess
á árunum 1910—’40, Jregar jeg ferðaðist mikið um land-
ið vegna stofnunar kvenfjelaga, sýninga og erindaflutn-
inga um heimilisiðnað, að hjálparstúlkumálið var víða
á dagskrá. Þá varð fólkinu oft að orði: „Það er gott og
blessað þetta með sýningar og söluiðnað, en ekkert er
okkur jafn mikið áhugamál og hjálparstúlkurnar.“ —
Þá var þörfin hvergi nærri svo aðkallandi og nú er orðið
vegna vantandi starfskrafta á heimilunum. — Margir
bæir og sveitir rjeðu til sín hjálparstúlkur á þessum
árum, og gengust kvenfjelögin alls staðar fyrir starfinu,
en víða styrktu bæir og sveitir starfið með beinum fjár-
framlögum, þó í smáum stíl væri. — Hin seinni ár hefur
ekki verið hægt að fá stúlkur til þessa starfs, hvað sem
í boði var, og harma það allir.
Það mun hafa verið Hjúkrunarfjelagið „Hlíf“ á Akur-
eyri, sem mjer vitanlega varð fyrst til að taka Jretta starf
upp á nefndum grundvelli um 1910. Hafði fjelagið ágæta
hjúkrunarkonu, Ingibjörgu Nikulásdóttur, í sinni þjón-
ustu í mörg ár, og vann hún prýðilegt starf. Nokkur ár
hafði fjelagið tvær hjálparstúlkur í þjónustu sinni. —
Hlífarfjelagið starfaði af miklum dugnaði og ósjerplægni
að mörgum hjálpar- og hjúkrunarmálum undir stjórn
síns ágæta formanns, Önnu Magnúsdóttur, kauplconu.
naut líka mikillar vinsældar bæjarbúa.
Af sveitafjelögum var Saurbæjarhreppur í Eyjafirði
fyrstur. — Vil jeg leyfa mjer að birta hjer útdrátt úr
fundargerð fjelagsins „Hjálpin", sem fjallar um þessi
efni:
„25. október 1914 komu konur saman að Saurbæ í
Eyjafirði og stofnuðu með sjer fjelagsskap, sem hlaut
nafnið „Hjálpin." — Fjelagssvæðið var Saurbæjarhreppur.
Þriðja grein í lögum þess fjelags hljóðaði svo: