Hlín - 01.01.1950, Page 77
Hlín
75
Takmark fjelagsins er að annast um, að sjúklingar á
fjelagssvæðinu, sem ekki eru þegar lagðir á sjúkrahús,
geti fengið nauðsynlega hjúkrun og aðhlynningu lærðrar
hjúkrunarkonu, þar sem ekki er unt að veita slíka hjúkr-
un á heimilum þeirra.
Fjórða grein: Takmarki sínu leitast fjelagið við að
ná með því að taka í þjónustu sína lærða hjúkrunarkonu,
og efla sem mest sjóð sinn til þess að af honum megi
veita bágstöddum og fjelitlum sjúklingum styrk til með-
alakaupa og þess annars, sem þeir, að dómi læknis og
hjúkrunarkonu, nauðsynlega þarfnast í sjúkdómum sín-
um.
Árið 1915 hóf svo fjelagið starfsemi sína. Ljet það
kaupa nauðsynlegustu hjúkrunaráhöld og var samþykt
að lána þau á heimili, sem þurftu þeirra með í veik-
indum.
Rjeðst fjelagið því næst í að ráða til sín hjúkrunar-
konu, sem áður liafði verið við hjúkrun á sjúkrahúsi
Akureyrar. — Hjet hún Rut Lárusdóttir, skagfirsk að ætt.
Reyndist hún starfi sínu ágætlega vaxin. En fjelagið
naut hennar stutt. Eftir árið stofnaði hún heimili og
gat þá ekki lengur gefið sig við hjúkrunarstörfum utan
heimilis. Var þá leitast við að fá stúlku, sem gæfi kost
á sjer til að læra hjúkrun, og tókst það.
Forstöðukona fjelagsins, sem þá var Sigurlína Sigtryggs-
dóttir, Æsustöðum, hafði farið jress á leit við hjeraðs-
lækninn, Steingrím Matthíasson, að hann tæki stúlku
þannig til náms á sjúkrahús Akureyrar. Gaf hann kost
á að taka hana í sex mánaða nám með því, að hún
inni þar fyrir fæði og húsnæði. — Hjet stúlkan, sem lærði,
Ólöf Jónsdóttir frá Æsustöðum. — Það ár starfaði hjúkr-
unarkonan í 67 vinnudaga fyrir fjelagið, og greiddi það
henni kr. 170 fyrir þann tíma. — Þar fyrir utan rjeð
hún sjálf störfum sínum.
Næsta hjúkrunarkona, sem fjelagið kostaði til náms,