Hlín - 01.01.1950, Síða 79
Hlin
77
Greinargerð:
„Á síðari árum hefur Jrróunin orðið sú, hjer og annars
staðar, að mjög erfitt hefur reynst að fá hjálp við heim-
ilisstörf. Þetta hefur m. a. orðið til þess, að í nágranna-
löndunum hefur verið reynt á fjelagslegum grundvelli
að koma skipulagi á vinnuhjálp húsmæðra í sjerstökum
neyðartilfellum, nefnilega Jregar húsmóðirin forfallast
vegna sængurlegu, sjúkdóma eða ofþreytu. í fyrstu voru
það t. d. í Svíþjóð einstök fjelög, sem höfðu forgöngu
um þetta, en starfsemin náði fyrst útbreiðslu, er ríkið
tók höndum saman við bæjar- og sveitafjelög um alt
skipulag hennar.
Hjer á landi hefur, einkum í Reykjavík, verið reynt að
veita heimilunum vinnuhjálp í forföllum húsmæðra, en
starfsemi Jressi hefur strandað á því, að stúlkur hafa
ekki fengist til starfsins nema við og við, og mun svo
verða að öllu óbreyttu.
Aðalefni hinnar sænsku löggjafar um þetta .efni, sem
þýðingu mætti hafa til þess að stúlkur teldu þetta starf
eftirsóknarvert, er:
1. að stúlkurnar fá sjerstaka mentun í þessu skyni og
geta því litið á sig sem stjett, er hafi ákveðnu, Jrýð-
ingarmiklu hlutverki að gegna í Jrjóðfjelaginu,
2. að stúlkurnar eru ráðnar af opinberum aðila (bæjar-
stjórn, hreppsnefnd o. s. frv.), fá kaup eftir ákveðn-
um reglurn og starfskjör þeirra eru hliðstæð kjörum
annara opinberra starfsmanna,
3. að starfið er að verulegu leyti sjálfstætt.
Hagnaður heimilanna af því, ef að einhverju leyti
mætti tryggja með Jressum liætti vinnuhjálp í forföllum
húsmóðurinnar, er auðsæ. Víða á heimilum horfir til
stórvandræða, ef húsmóðirin getur ekki gegnt störfum
sfnum, þótt um stuttan tíma sje að ræða. Kemur oft til
þess, að leysa verður heimilið upp, eða maðurinn verður
að leggja niður vinnu til þess að taka að sjer heimilis-