Hlín - 01.01.1950, Page 80
78
Hlin
störfin. Algengt er líka um húsmæður, að sjúkdómur,
sem mætti lækna á fyrsta stigi hans, verður að ólæknandi
meini vegna þess, að heimilisstörfin leyfa ekki að leitað
sje læknis í tíma.
Um fjárhagshliðina rná segja það, að fyrir mörg bæjar-
og sveitarfjelög gæti orðið stórkostlegur fjárhagslegur
hagnaður að því, ef hægt væri að koma góðu skipulagi
á vinnuhjálp heimilanna í forföllum húsmæðra, auk
þess sem mikill fjöldi fólks getur borgað fyrir slíka hjálp,
þótt illmögulegt sje að fá hana eins og nú standa sakir.“
Til þess að menn glöggvi sig betur á, hvað hjer er
farið fram á, má geta hjer að nokkru, hvernig Norð-
menn hafa komið þessum málum fyrir hjá sér: Á s. I.
fimm árum er búið að koma upp námsskeiðum fyrir
hjálparstúlkur á níu stöðum í landinu og er gert ráð
fyrir fimm mánaða námi, en stúlkurnar þurfa, áður
en þær koma á námsskeiðið, að hafa fimrn ára æfingu í
ýmiskonar heimilisstörfum, þaraf að minsta kosti tvö
ár sjálfstætt, og eitt árið á heimili þar sem smábörn eru.
— Á námsskeiðunum njóta þær kenslu í öllu því, sem
búast má við að þær þurfi á að halda í starfi sínu, en
það er, eins og gefur að skilja, býsna margt: Sjerstak-
lega er þeim uppálagt að reyna svo sem mögulegt er
að liafa hreinlæti og reglusemi á heimilinu og viðhafa
sparnað og nýtni í hvívetna — og þagnarskyldu um alt,
sem heimilinu viðkemur. — Ef stúlkurnar hafa ekki sótt
námskeiðin áður en þær eru ráðnar, sjá ráðamenn þeirra
um, að þær sæki námskeiðið, að öðrum kosti fær sveit-
in eða bærinn ekki ríkisstyrkinn.#) Fjármálum er þann-
*) Eitt af þessum námsskeiðum er á Voss, nálægt Eergen, þar
á íslenskur nemandi kost á að vera eitt tímabil. — Þegar við Rann-
veig Líndal vorum í Noregi, sumarið 1949, kyntum við okkur
skólann og óskuðum eftir að kynnast starfinu, og var það auð-
sótt og nemandi velkominn.