Hlín - 01.01.1950, Síða 81
Hlin
79
ig fyrir komið, að ríkið veitir, síðan árið 1948, nær hálfa
miljón króna til starfsins (þaraf 30 þús. til námskeið-
anna), en árið 1950 eru áætlaðar 600 þúsund kr. (Áður
en ríkisstyrkurinn fjekst, veitti Tryggingarstofnun ríkis-
ins kvennasambandinu 75 þús. kr. styrk til starfsins.) Fyrir
starfið er greitt, af þeim er efni hafa, 5.00 á dag (hámarks-
verð). Þeir efnalitlu fá hjálpina ókeypis. Nú er farið fram
á það, að ríkið tryggi bæjum og sveitum, sem þessari til-
högun vilja koma á hjá sjer, fastákveðna aðstoð ríkisins.
Á þann veg hafa nágrannaríkin: Danmörk, Finnland og
Svíþjóð komið þessum málum fyrir, en þau lönd hafa
mörg hundruð hjálparstúlkur hvert um sig í þjónustu
sinni og lofa hana mjög.
Kaup stúlknanna hefur verið þrjú þúsund krónur á
ári, auk ferðastyrks, fæðis, starfsfata og hækkandi kaups
eins og aðrir starfsmenn. Margar hafa stúlkurnar frítt
hús með síma. — Þær vinna átta stundir á sólarhring,
því eins og sagt er í greinargerð um þetta mál: „Þó
húsmæðurnar vinni 14 tíma á sólarhring, má ekki ætla
þessum stúlkum það, ef þær eiga að endast nokkuð við
starfið." — Þær þurfa ekki að taka að sjer vorhreingern-
ingu, stórþvotta nje jólabakstur. Þær verða Jró, ef brýn
þörf krefur, að taka að sjer aukavinnu og sunnudaga-
vinnu, en hljóta þá aukaborgun eða aukafrí fyrir. —
Stúlkan má vera þrjár til fjórar vikur í stað í einu. —
Læknar í Noregi eru þessari tilhögun mjög hlyntir eins
og þeir íslensku voru á sínum tíma. — Það mun vera
hjálparstúlka í fullum helming allra sveita og bæja í
landinu, en takmarkið er að allir verði með.
Það er óskandi að þetta þarfa mál hljóti fljóta og góða
afgreiðslu hjer hjá okkur, svo brýn þörf er hjer úrbóta.
Halldóra Bjarnadóttir.