Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 82
80
Hlín
Heimilisiðnaður.
Tóvinnuskólinn á Svalbarði við Eyjafjörð.
Skólinn hefur nú starfað í
fjögur ár og liaft nemend-
ur úr öllum landsfjórð-
ungum. — Nemendurnir
liafa sýnt mikinn áhuga
við námið, og vilja fyrir
hvern mun eignast rokk,
kamba og vefstól, svo íslendingseðlið afneitar sjer ekki,
þær eru ósviknir afkomendur gömlu, góðu tókvennanna,
sem áttu sjer ekki betri ósk en þá að sýsla við ullina og
þeyta rokkinn. — Það er nú ekki við því að búast, að
þessar ungu stúlkur, sem fæstar hafa snert rokk áður,
verði snillingar í hinni göfugu tóskaparlist eftir nokk-
urra mánaða æfingu, en ef áhuginn er vakinn og löngun
og skilningur á starfinu, gefur það von um framhald. Jeg
er sannfærð um, að út frá þessum nemendahóp breiðist
áhugi fyrir ullarvinnunni, enda þarf svo að vera. Við
þurfum að komast upp á það að nýju að vinna fötin
utan á okkur. — Hvað sagði Gandhi, sá mikli spekingur,
sem lagði höfuðáherslu á að hætt væri hinum mikla
innflutningi af vefnaðarvöru til Indlands, að almennur
heimaspuni og vefnaður yrði tekinn upp sem merki um
efnalegl sjálfstœði landsins. — Hann spann og óf líka
sjálfur, og gaf ríkiserfingja Englands, Elísabetu, ofinn
dúk eftir sig í brúðargjöf!
Við höfurn lagt áherslu á það á Svalbarði ,að strdkurn-
ar lærðu vel undirstöðuatriði vefnaðar, svo þær geti sett
upp einfaldan vef hjálparlaust. — Þær hafa spunnið bæði
einfaldan og tvöfaldan þráð til vefnaðar, bæði á rokk
og á spunavjel, sem skólinn á. — Við höfum engar fínar
hannyrðir, enda ætti ullarvinnan að koma í þeirra stað