Hlín - 01.01.1950, Side 83
Hlin
81
hjá okkur íslendingum, nóg er efnið, blessuð ullin okkar,
bæði þel og tog, og úr þessum efnum má ekki síður gera
listmuni en úr útlendu efnunum. Togvinnan útaf fyrir
sig er bæði skemtileg og stórmerkileg. — Þórdís Egils-
dóttir á ísafirði, sú mikla listakona, hefur kent okkur
á Svalbarði, við búum að því enn um stund. —
Það er margt, ógrynni margt, sem þessari iðngrein
fylgir. Við þurfum nauðsynlega að hafa stúlkurnar tvö
tímabil, ef þær eiga að læra alt og æfast betur, því ekki
er skólatíminn nema vetrarmánuðirnir. — Þær væru víst
líka til með að koma aftur.
Nokkur kvenfjelög hafa styrkt stúlkur til náms á Sval-
barði. Það eiga kvennasamböndin í landinu að gera að
slá hring um Tóvinnuskólann, senda honum duglegar,
þroskaðar stúlkur, sem leiðbeina svo heirna á eftir.
HallcLóra Bjarnadóttir.
Ástand og horfur.
Síðan 1940, að heimsstyrjöldin skall á, eða s. 1. 10 ár,
hefur heimilisiðnaður verið lítið stundaður hjer á landi,
nema það allra nauðsynlegasta, og er það að vonum, þeg-
ar uppgripaatvinna hefur verið á öllum sviðum, og hún
svo vel borguð, að heimilisiðnaðurinn kemst þar ekki í
hálfkvisti. — Að vísu hefur það, sem framleitt hefur verið
af þeirri vöru, verið tiltölulega mjög vel borgað líka,
því allir höfðu nóga peninga.
En nú fer að öllum líkindum að minka um atvinnu,
og þá er gott að grípa til heimavinnunnar. — Altaf er
áhugi hjá íslendingum fyrir þeirri grein, og skólarnir,
allt frá barnaskólum og uppeftir, leiðbeina nú í handa-
vinnu af ýmsu tæi. — En hrædd er jeg um, að nágranna-
þjóðum okkar þætti við eiga fárra kosta völ um kenslu,
sem miðar að því að framleiða til sölu. — Þær leggja all-
fi