Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 84
82
Hlin
ar, nema Danir, mikla áherslu á söluframleiðslu. — Það
er eins farið með okkur og Danina, að við framleiðum
ekki söluvarning svo teljandi sje. En í þúsund ár hafa
íslensku konurnar með þjónustu sinni, viðhaldi og end-
urnýjun í klæðnaði landsmanna, og karlarnir með við-
haldi og endurnýjun á húsum og búshlutum, unnið landi
og þjóð meira til þarfa en nokkur söluiðnaður getur gert.
— En þegar ísland er orðið svo að segja í alþjóðaleið,
þá tjáir víst ekki annað en fara að stinga fótum við
og hugsa alvarlega um minjagripina, vegna sóma lands-
ins. Þegar 400 flugvjelar lenda á Keflavíkurflugvelli á
einum mánuði, þá er slæmt að hafa ekkert til að sýna
þeim, — eða selja þeim, — ekki veitir af. — Sýningin í
vor á minjagripum í Reykjavík var spor í áttina, en
betur má ef duga skal.
Það sem mest hefur amað að heimilisiðnaðinum þessi
árin er vöntun á bómullarefni til vefja. — En það eru
fleiri en við, sem kvarta og kveina, allar norðurlanda-
þjóðirnar hafa sömu sögu að segja (það þykir sjálfsagt
þarfara að nota bómullina til hernaðaraðgerða!) —
Öll þessi ár hef jeg gert ítrekaðar tilraunir til að fá
bómullarefni víðsvegar um heim, en árangurslaust. —
Þegar bómullarverksmiðjan var sett á laggirnar á Akur-
eyri fyrir 3—4 árum, sýndi það sig, að það var erfitt
að afla efnis. Fyrst eftir leit í mörgum löndum (150
verksmiðjum) heppnaðist þeim að hafa uppá mjög vel
nothæfu efni. — Verksmiðjur þarfnast að sjálfsögðu
stórra sendinga af hverri tegund og af hverjum lit og
því eiga þær hægra með að versla, en þeir sem þurfa
minna af hverju fyrir sig. — Bómullarverksmiðjan hefur
sýnt okkur þá velvild að bjóðast til að panta fyrir okkur
(heimilin), með pví móti að við útvegum sjerstakt leyfi.
En það hefur reynst erfitt að fá það leyfi, þó eggjað
hafi verið lögeggjan þessi árin. — Það hefur verið sýnt
framá það, að þjóðina vantar fataefni, sængurfatnað,