Hlín - 01.01.1950, Síða 85
Hlin
83
gluggatjöld og ótalmargt, sem fólkið langar til að vinna
heima, í stað þess að kaupa það tilbúið dýru verði. —
Þaraðauki læra ungu stúlkurnar hundruðum saman
vefnað, sem rikið kostar hundrað þúsundum til árlega,
en þegar náminu er lokið, sem öllum þykir eitt það
allra skemtilegasta, sem þær læra í skólunum, þá fæst
ekkert efnið. — Ullin er notuð, hún er ágæt, en hún
hæfir ekki í allt. — Loksins eftir áralangan áróður er
nú fengið leyfi fyrir nokkru bómullarefni, og verður
því skift milli heimilisiðnaðarfjelaga og kvenfjelaga svo
sem hægt er, þegar það kemur.
Á þessum árum, þegar efni hefur tilfinnanlega vantað
í ýmsan klæðnað handa börnum, t. d., hafa konurnar
tekið til sinna ráða, og farið að vinna úr lopa utaná
börn sín. Þetta er handhægt, fljótlegt að grípa til að
prjóna eða hekla peysur, húfur, kápur o. fl. Lopinn
fæst altaf mjúkur og góður í ýmsum ekta litum. (Gefj-
un framleiddi árið sem leið 96,308 kg. af lopa).
Margir amast við lopanum, telja hann ljótan og ónýt-
an, en hann hefur þó skýlt ungviðinu þessi árin, og
það er ómetanlegt. — Það er haft eftir landlækni og
berklayfirlækninum, að þessi íslenski ullarfatnaður, sem
allir klæða nú börn sín í, hafi bætt heilsufar ungu kyn-
slóðarinnar, jafnvel eigi sinn þátt í því að stemma stigu
fyrir berklaveikinni.
Hvað er að sýsla um það, þó einhverjir heimskingjar
prjóni sokka eða vetlinga úr einföldum lopa á vjel og
fleygi því inn á markaðinn, og að einhverjir heimsk-
ingjar kaupa svo þessa vöru út úr vandræðum! Hún
hverfur brátt af markaðinum aftur, hefði auðvitað aldrei
átt þar að koma.
Á meðan við getum ekki bent fólkinu á gott og lip-
urt efni í barnafatnað, megum við ekki amast við lop-
anum.
Við þurfum að eignast vjelar, sem framleiða gott band
6*