Hlín - 01.01.1950, Page 88
86
Hlín
Um tóvinnu.
Eftir Kristínu Halldórsdóttur, Hlíð í Kaldakinn S. Þing.
Það sem veldur því, að ekki er hægt að fá svo góða tó-
skaparull og áður tíðkaðist, má meðal annars telja:
1. Miklu meiri húsvist á fjenu og meira eldi, svo vetrar-
fylling verður mikil í ullinni.
2. Að svo seint er rúið, að ull er orðin þófin og öll
sauðfita horfin úr lienni. — Þegar vorkuldar koma,
þykir ekki fært að rýja snemma, þetta er mannúðar-
mál, en áður fyiT var meira hugsað um að ullin
skemdist ekki, minna um að skepnununr leið illa. —
Áður var talið sjálfsagt að rýja geldfje um fardaga,
og ær 8—10 vikur af sumri. Þetta var vani, sem
helst varð að halda fast við.
Þegar á að tæta eitthvað vandað, er fyrst að gæta þess
að velja svo góða ull sem völ er á og taka togið ofan af
henni. Þarnæst er íyllingin tekin innanúr lagðinum, og
er nauðsynlegt að vanda það. Þó ekki sje nema mjög
lítið innaní ullinni, vill það altaf orsaka hnökra í bandið.
Svo þarf að fara aftur yfir lagðinn og draga sem allra
best öll hár úr þelinu, sem nú er eins og komið hafi
lretur í ljós, þegar búið er að taka fyllinguna burtu. Þar
næst er kembingin.
Alltaf er betra að tvíkemba alla ull, þó hún sje einlit,
því hún er altaf ofurlítið misgróf, þó þel sje. — En þess
þarf að gæta, þegar kembt er fínt þel, að kemba heldur
hægt og laust, því ef ullin er rifin fljótt í sundur verður
stutt í kembunum og þá verra að spinna. — Ef ullin er
hrísin, eða stutt í henni, er gott að bera ofurlitla fitu í,
best fótafita. En góða ull með sauðfitu þarf ekki að bera í.
Spuninn: Hægri hendi heldur maður framar, nær
rokkpípunni, en með þeirri vinstri teygir maður úr
kembunni eða lopanum, hleypir örlitlum snúð uppfyrir