Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 89
HÍín
81
hægri hendina og jafnar svo milli handa sinna bandið.
— Það getur verið þægilegt, ef spinna skal mjög fínt, að
lyppa kembuna eins og lopaþráð, safna því í liægri lóf-
ann, og er gott að taka þjett utanum það í lófanum.
Best er að þrjár snældur sjeu með hverjum rokk, að
ekki þurfi að vinda í hnykla, þó tvinnað sje, og setja
snældurnar í snældustól, þegar tvinnað eða hespað er
af þeim. — Æskilegt að liafa annan rokk til að tvinna á,
eða þá grófari snúrur, þegar tvinnað er.
Þegar búið er að spinna og tvinna eða þrinna, er
bandið liespað, og er gott að setja tvö skreppubönd á
hespuna. Þarnæst er hespan snúin þjett saman, Jrannig
að snúið sje á móti snúðnum, sem á bandinu er.
Þarnæst er þvotturinn:
Þá skal láta hespurnar samansnúnar í pott með volgu
vatni, og Jrað látið hitna í suðu og soðið 1—2 mínútur
(vissara er að hafa ljereftsrýju utanum hespurnar meðan
soðið er). — Þá er bandið tekið uppúr og þvegið. —
Ætíð skal sjóða sápuna á bandið, og er sólsápa best á
hvítt band og lítið eitt af sóda með, en þess þarf að gæta
að sjóða aldrei sóda á band eða ullarföt yfirleitt, en
aðeins bræða hann í heitu vatni og gæta þess, að liann
sje vel bráðinn, Jregar bandið er látið ofaní. Við suðuna
legst snúðurinn á bandinu og gróf hár, sem standa útúr,
skreppa inní, svo bandið verður sneggra.
Aldrei má nudda band eins og Jrvott, heldur strjúka
hespurnar. — Þyki bandið heldur gróft, er gott að hespa
það blautt á trje og láta Jrað þorna Jrar. Einnig fríkkar
alt band við Jrað að hespa Jrað upp deigt.