Hlín - 01.01.1950, Síða 90
88
Htin
Stoppteppi*).
i
Best er að hafa vorullartog í teppið, vel hreint. Þyngd-
in má vera eftir ástæðum, li/2 kg., 2 kg. eða 2/2 kg.
eftir því, hve mikið maður vill bera í það. — Best er
náttúrlega að hafa litla kembivjel eða stólkamba, en það
má líka kemba í algengum kömbum og jafnvel tæja vel.
— Ef kembt er, þá er kembunum raðað á borð eða á
gólfið, fyrst langs eftir, þjett, svo hvergi sje eyða, mælt
um leið lengd og breidd. (Lengd 2.1 m. og breidd 1.4 m.).
— Þá eru kemburnar lagðar þversum og aðgætt að hvergi
sjeu eyður. Þá aftur langsum, og svo framvegis eftir því
sem til vinst.
Þá fer maður að þræða kemburnar saman. Byrjað á
því að kasta með stórum sporum alt í kring um teppið,
jafnvel bæði aftur og fram, ýtir öllu vel saman, en
kastar mjög laust. Gott að nota gróft leistaband til þessa.
Þýðingarlaust er að hnýta hnúta, þeir ganga allir í gegn,
þessvegna er best að hnýta bara sarnan, þegar byrjað er
á nýjum enda. — Þegar búið er að kasta vel í kring, er
tekin miðjan, áætlað, og þrætt með stórum sporum
alveg í gegn um teppið, en sporin sjást ekki á rjettunni,
stungið ofan í sama farið. Þá er þrætt á sama hátt beinar
*) Þessi teppi lærði jeg að búa til af íslenskum konum í Selkirk
í Manitoba. Þær komu saman í fundarhúsinu, kvenfjelagskonurnar,
þennan dag, sem jeg heimsótti þær, og gerðu eitt teppi. Annaðhvort
hefur fjelagið átt það, eða einhverri fjelagskonunni hefur legið á
að eignast teppi. — Svona teppi eru notuð um alla Ameríku, en
sængur ekki. — Konurnar sátu í hvirfingu, sumar kembdu (kambar
og rokkar eru þar til, ekki síður en hjer), sumar táðu, aðrar tóku
svo ullina jafnóðum og stönguðu teppið. Þegar alt var búið, var
drukkið kaffi. — Stúlkurnar á Svalbarði eignast allar stoppteppi,
koma með tog, þær sem geta. Það er sett „met“ í teppagerð, allir
hjálpast að, og þá er teppið búið á þrem tímum. — Teppin þykja
ljett og góð að hafa ofan á sjer. — Skólinn á líka nokkrar undir-
dýnur, gerðar á sama hátt, en þykkri. — H. B.