Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 91
Hlin
89
raðir að minsta kosti fimm með jöfnu millibili. Að þessu
loknu á teppið að vera svo fast í sjer, að því megi snúa
við. Það er þrætt á sama hátt á þessari hlið, en nú þvers-
um, byrjað á miðju, þá á endunum, og svo skift í jafna
reiti því sem eftir er. Þarna má þræða 7—9 sinnurn. Og
eiginlega er aldrei of oft þrætt, en þess skal gæta að þræða
ljett og laust.
Þá hefur maður verið tilbúið, best er að það sje voð-
felt ljereft, má nota gömul sængurver, ef ekki er kostur
á voðfeldu efni. — Þá er merkt fyrir smádoppum, sem
settar eru í verið til og frá, sem lieldur öllu saman, mælt
með mælibandi, 14—18 sm. milli raða og milli skúfanna, -
látið ganga á misvíxl, stungið upp í sama fari, hjerumbil,
og bundið fast að. Til þessa er notað hvítt band eða með
litum, sem eiga vel við efnið. — Margir snúa svo teppinu
við og hnýta í litlu lykkjuna, sem myndast liefur rang-
hverfumegin, svo þarna megin verður líka bandtoppur.
Þetta ver er ekki tekið af eins og gefur að skilja.
H. B.
Flókaskór*).
Gott er að hafa dökkleita eða svarta ull upp með öllu
saman ;í skóna, eða þá hærur, því tómt tog þófnar ekki
eins vel. — Sjálfsagt að tvíkemba. — í skóna fer alt að
því kg., ef þeir eiga að vera vel stórir og þykkir. Það
verða 12—15 kembur í hvern skó af kembum úr litlu
*) Þessa skó lærði jeg að búa til hjá íslenskum bónda í Vatna-
bygðum i Kanada. Hann sagði, að þeir væru góðir í vetrarhörkun-
um þar vestra, og hentugra að vera í þeim einum, en að vera í
tvennu eða þrennu við útiverk. Norðmenn nota mjög mikið þessa
skó, bæði karlar og konur, en þeir sóla þá og nota úti og inni, t. d.
i köldum búðum. — H. D.