Hlín - 01.01.1950, Side 94
92
Hlin
Tveir merkiskarlar á Hjeraði.
Eftir Jónínu Benediktsdóttur á Geirólfsstöðum*).
Einar Hallsson er fæddur 3. desember 1864 á Krossbæ
í Nesjum í Hornafirði. Vóru foreldrar hann Hallur Páls-
son og Guðrún Guðmundsdóttir. — Herdís, móðir Guð-
rúnar, var dóttir Magnúsar prófasts Ólafssonar í Bjarnar-
nesi og seinni konu hans, Rannveigar.
Á barnsaldri fluttist Einar með foreldrum sínum aust-
ur á Hjerað, var hann fyrst mörg ár í Sauðhaga á Völl-
um og fermdist þaðan. Síðan var hann altaf vinnumaður
og ráðsmaður á nokkrum bæjum; var hann venjulega
lengi í stað. — Síðan um aldamót mun hann mest hafa
verið á Skeggjastöðum ;í Fellum. Fór hann þangað ráðs-
maður til Jarþrúðar Einarsdóttur, sem þá var ekkja. —
Einar þótti afbragðs vinnumaður sökum trúmennsku og
dugnaðar; hef jeg jafnan heyrt vitnað í fjármensku hans.
Síðan 1939 hefur Einar ekki getað unnið að útiverk-
um eða gripahirðingu sökum sjóndepru, sem altaf hefur
ágerst, en að öðru leyti heldur hann ágætlega líkams- og
sálarkröftum, þrátt fyrir háan aldur. — Nú er ekki gott
fyrir eljumanninn að halda að sjer höndum, og venjuleg
heimilistóvinna var heldur ekki nægilegt verkefni. —
Fór hann þá að vinna mottur og gólfteppi úr hrosshári
og togi. — Sagði hann mjer einusinni, að það hefði nú
eiginlega verið Margrjet á Egilsstöðum, sem átt hefði
hugmyndina. — Motturnar eru brugðnar, breiðar gjarð-
ir úr fjórföldu bandi, spunnið á snældu. Eru borðarnir
þá kastaðir saman og breiddin ákveðin. Síðan saumaður
kantur úr sama efni til endanna, bara mjórri.
*) Þú baðst mig í haust, þegar við hittumst á Egilsstöðum, að
skrifa dálítið fyllra um Einar Hallsson og ívar í Vatnsskógum, en
nú býst jeg við að þjer þyki það of langt. Verður þú þá að stytta
það, ef þú annars kærir þig um það í „Hlín“. — En mjer finst bless-
aðir karlarnir ættu fyrir því, að þeirra væri minst, en mín ritmenska
er nú af vanefnum, eins og fyr. — J. B.