Hlín - 01.01.1950, Síða 95
Hlin
93
Eru þessar mottur svo sterkar og fallegar, að
hver húsmóðir er stolt af að hafa þær á heimili sínu. —
Nú í mörg ár hefur Einar farið um 3 sveitir á Hjeraði
og verið á mörgum bæjum til að vinna þessar mottur. —
í sumar sem leið var hann um tíma hjá mér, og rjett
áður en hann fór kom jeg með blað og blýant og bað
hann að lofa mjer að senda „Hlín“ fáeinar línur um sig
og vinnuna. — Einar, sem er yfirlætislaus að eðlisfari,
sagði: „Jeg hef svo sem ekkert að segja.“ — Honum
finst ekkert frásagnarvert hafa skeð á þessum 85 árum.
En svo er jafnan fyrir þeim mönnum, sem lifa lífinu í
trúmensku við sjálfa sig og fósturjörðina. — Hann sagði,
að motturnar mundu vera komnar hátt á áttunda tug-
inn. Sjálfur ræður hann litum, og er alveg undravert,
hvað það er af mikilli nákvæmni gert með jafnlitla sjón.
Um langt skeið var Einar einn allra besti vefari á
Hjeraði, og var víða fenginn til að vefa fínustu dúka,
svo sem svuntudúkana, sem þá voru í tísku, og seldust
háu verði; mun hann hafa að nokkru leyti tekið við af
Gunnari Hinrikssyni, vefara.
Einar er vel greindur og las mikið meðan sjón entist;
síðan hefur Ríkisútvarpið veitt honum mikla ánægju.
Efa jeg að margir muni, jafnvel og hann, það sem í því
er flutt.
Að lokum vil jeg biðja „Hlín“ að færa Einari mínar
bestu kveðjur.
ívar Halldórsson frá Haugum i Skriðdal er kominn
hátt á áttræðisaldur. — Lengst af hefur hann átt heima
á Djúpavogi og stundað þar beykisiðn. — Hann á mörg
uppkomin börn. — Fyrir nokkrum árum fluttist hann
aftur í átthagana, og settist að hjá Margrjeti bróðurdóttur
sinni í Vatnsskógum.
Jeg skrifaði ívari í haust og sagði að „Hlín“ langaði