Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 96
94
Hlin
til að vita ofurlítið um hann, af því hann hefði gefið svo
mikið til bágstaddra. Hann skrifaði mjer aftur og sagði,
að um sig væri ekkert að segja, og það, sem hann hefði
gefið, hefði hann altaf fengið margborgað, því Guð hefði
gefið sjer svo góða heilsu, að hann hefði altaf getað unn-
ið. — Svona lítur nú þessi öldungur á vinnuna.
ívar er sjálfstæður í skoðunum, vildi t. d. ekki heyra
nefnt, að hann fengi ellistyrk, sagði að hann færi aldrei
á sitt heimili, og jeg lield að hann hafi altaf gefið hann
enn sem komið er. — Býst jeg við að fáir líti svo á þau
mál í þessu styrkjalandi.
Það er svipað með Margrjeti frænku hans, hún hefur
alltaf verið með þeim hæstu hjer, þegar til samskota hef-
ur komið, bæði til barnahjálparinnar síðustu, Noregs-
söfnunar o. fl.
Þú spyrð mig um Vatnsskóga. Þeir eru syðsti bær í
Skriðdal að austanverðu, næst Breiðdalsheiði, eru í 150
m. hæð frá sjó, standa í miðjum hlíðum undir samnefndu
fjalli. Dalurinn suður frá Vatnsskógum heitir Víðigróf,
og er hann víði- og skógivaxinn. — í dalbotninum vestur
frá Vatnsskógum er stórt stöðuvatn, sem Skriðuvatn nefn-
ist; í því er mikil silungsveiði. — Þjóðvegurinn til Breið-
dals liggur meðfram vatninu og suður þennan skógardal;
er þetta hin fegursta leið í góðu veðri og á góðum hesti,
en oft vill mýflugan, sem þarna er mikið af, angra menn
og skepnur; aftur verða menn ekki varir við það í bíl-
unum, en missa líka unaðinn af fögru útsýni.
Líklega eftir miðja 19. öld byggir kona, Sigríður Jóns-
dóttir að nafni, upp bæinn á Vatnsskógum, og býr þar
framyfir aldamót. Mjer er hún í barnsminni, stór og
þrekin. — Þegar hún var á ferð, reið hún í djúpum, göml-
um söðli og hafði marga bögla hnýtta við sveifina, því
þegar hún fór um sveitina, gáfu konur henni ýmislegt,
svo sem kaffi, sykur og þessháttar, því hún mun hafa átt
örðugt sökum elli og lasleika, og fyrirvinnan var gamall