Hlín - 01.01.1950, Side 98
96
Hlin
Fjölhæf kona.
íslendingar eru listfengir, leggja margt á gjörva hönd,
það er óhaett að segja, og þó skilyrðin sjeu ekki sem hent-
ugust, þá skapa þeir sjer skilyrðin sjálfir. — Þessu er þann-
ig farið um Elísabetu Geir-
mundsdóttur, unga konu á
Akureyri, sem leggur margt
á gjörva hönd: Hún sker
út, málar og yrkir.
Elísabet er fædd á Akur-
eyri 1915, giftist ung að
aldri, Ágúst Ásgrímssyni,
verkamanni, þau eiga 2
börn, 10 og 6 ára.
Elísabet hefur ekki aðra
mentun en barnaskóla,
teiknað hefur hún síðan
hún man fyrst eftir sjer, og
í barnaskólanum bar hún
auðvitað af í því efni.
Fyrir 4—5 árum fóru þau
hjón að móta og steypa gibsmyndir fkonur í íslenskum
búningum). Hafa þær myndir farið víða. En nýlega hefur
Elísabet byrjað trjeskurð úr íslensku birki, og á nú álitlegt
safn af þeim myndum. — Myndin sem hjer birtist fGlímu-
menn),. er nýlega gerð. — Hana sendi Elísabet á minja-
gripasýninguna í Reykjavík á s. 1. vori.
Elísabet er einn af stofnendum Fjelags frístundamálara
á Akureyri, og átti eina mynd, sem send var suður, þegar
sýning var haldin þar. — Einhver sagði, að hennar mynd
hefði fengið mörg, ef ekki flest, atkvæði sýningargesta um
fallegustu myndina.
Þegar snjóbreiðurnar hylja fallega garðinn hennar
Betu í Fjörunni, getur hún ekki stilt sig um að fara út og