Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 100
98
Hlin
Elísabet á fallegt hús og fallegan garð, einnig þar lýsir
sjer listfengi þeirra hjóna. — Þegar þess er gætt, að ástæð-
ur Elísabetar eru ekki sem þægilegastar til listiðkana:
Lítil mentun og þungt heimili, þá hlýtur maður að dást
að dugnaði hennar. — Áhugi hennar og meðfædd list-
hneigð lætur ekki að sjer hæða. II. B.
Nokkrar hugleiðingar frá dvöl minni í
Lundúnum.
Erindi flutt á fundi Lestrarfjelags kvenna i Rcykjavik
i nóvember 1949.
Þegar farið er úr smáborg eins og Reykjavík til stór-
borgar á borð Lundúna, þá eru viðbrigðin mikil og
margvísleg. Að vísu ræður það miklu, hvort komið er
fyrst í úthverfi borgarinnar, eða að miðju hennar. í
úthverfunum, t. d. Hampstead eða Richmond, eru marg-
ir undra friðsælir reitir og svæði, og naumast hægt að
trúa því, að þau heyri til stærstu borg Evrópu, en þegar
komið er í Oxfordstræti og götuhverfin nærliggjandi,
þar sem viðskifta- og verslunarlífið er örast, þá kveður
við annan tón. Hinn þungi stórborgarniður fyllir eyr-
un, svo að tæplega heyrist mannsins mál, og hið mikla
mannhaf líður áfram, ýmist ofan- eða neðanjarðar.
Standi vagninn eða lestin ekki reiðubúin til flutnings
J^etta augnablikið, er þó vissan oftast örugg um það, að
eftir fáeinar mínútur sje fararskjótinn til taks og beri
mann tilætlaðan vegarspotta. Þetta fasta skipulagða kerfi
flutningatækjanna er að sjálfsögðu eitt frumskilyrði þess,
að hægt sje að lifa í London. Að ganga, nema þá spöl-
korn í senn, dettur fæstum í hug. Allar þessar vega-
lengdir eru svo gífurlegar, en fargjöldin tiltölulega lág.