Hlín - 01.01.1950, Síða 101
Hlín
99
En þreytandi hlýtur það að vera til lengdar, er vinnu
er lokið að kvöldi, að þurfa hálfan til heilan tíma-'og
stundum meir, þegar ösin er mest, til þess að komast
heim til sín. Að jafnaði er ösin mest iim hálf sex til sex
síðdegis, og getur biðröðin þá oft orðið löng, þegar
aðeins einn eða tveir komast í senn inn í „bussinn"
sinn. Jeg lenti nokkrum sinnum í þessháttar ös, þær
fimm vikurnar, er jeg dvaldist í Lundúnum síðastliðið
haust. Jeg gleymi aldrei hinni möglunarlausu ró, er
hvíldi yfir fólkinu, þótt það yrði að gera margar til-
raunir til þess að komast inn í rjettan vagn. Og svo
er hann var farinn af stað, rann biðröðin saman að
nýju, og þolinmæðissvipurinn lagðist eins og hjúpur
um allan hópinn. Fólkið veit sem er, að úr muni rætast,
og það komast heim, áður en langt líður. — Biðraðir,
sem Englendingar nefna „kjú“ er eitt af uppeldis-
meðulum Lundúnaborgar og annara staða, þar sem
skömtun ríkir. — Menn hafa fyrir löngu lært það, að
þetta er fljótasta leiðin til afgreiðslu, hvort heldur hún
fer fram inni eða úti undir berum himni, þar er við
engan að deila, nema sjálfan sig, að hafa ekki komist
fyr í biðstöðuna. — í Englandi er skömtun á ýmsum
nauðsynjavörum, en fataskömtun var afnumin síðast-
liðið vor, Margar vörutegundir, sem Bretar framleiða,
sjást aldrei, eða sjaldan, á heimamarkaðinum, þar á
meðal nylonsokkar, er seldir eru háu verði á svörtum
markaði, alveg eins og hjer heima. — Aðaláherslan er
lögð á það að flytja sem mest út til að afla gjaldeyris.
Alt kjötmeti er skamtað, einnig smjör, smjörlíki,
jurtafeiti, ostur og egg. Kjötskammturinn nemur tveim
til þrem krónum á mann á viku, og sjá allir, að fyrir
þá upphæð fær enginn oft i svanginn, enda geyma flestir
kjötskamtinn sinn til lielgarinnar. „Bacon“, sem er aðal-
morgunhressing Englendingsins, er einnig skömtuð, en
alifuglar, kanínur og hjerar, dálítið af lifur og lijörtum