Hlín - 01.01.1950, Side 102
100
Hlin
o. s. frv. fæst oft til uppbótar, en á mun hærra verði. —
Fiskur er nógur, álíka dýr og skamtaða kjötið, en sjaldn-
ast nýr, minsta kosti finst íslendingum þeir fá sjaldan æt-
an fisk í London. Aðalfæða almenning hlýtur því að vera
grænmeti, kornmatur og ávextir. Grænmeti er til í fjöl-
skrúðugu úrvali allan ársins hring, en ávextir, svo
sem appelsínur, af mjög skornum skamti, og þurkaðir
ávextir nær ófáanlegir. Þá voru rúsínur og sveskjur
skamtaðar í haust, meðan jeg var þar. Bananar voru
aðeins handa börnum og gamalmennum. Það er annars
aðdáunarvert, hve Englendingar búa vel að ungu kyn-
slóðinni í næringarlegu tilliti. Skömtunarskrifstofurnar
úthluta ókeypis ávaxtasafa, lýsi og allskyns fjörefnum
til mæðranna og mjólk fá þau nærri ótakmarkað og að
einhverju leyti ókeypis, samkvæmt heilbrigðislöggjöf-
inni. Mjólkin er skömtuð, nema 2—3 mánuði ársins, og
einnig te og sykur. Ber fólk sig langverst undan skorti
á þessu kryddi, því að teið er Bretum lífsins balsam eins
og kaffið er okkur hjer. Voru biðraðirnar oft langar
og leiðar, þegar um þessi efni var að ræða.
En biðröðin gat líka orðið löng fyrir utan Albert
Hall, hljómleikahöllina frægu í Lundúnum. Fólk hafði
smástóla með sjer, eins konar kjaftastóla, og svo nesti
að sjálfsögðu. Testofa var þar á næstu grösum, og var
hægt að laumast þangað, en lána stól sinn næststand-
anda, er átti að gæta hans, þangað til að eigandinn
kæmi aftur. Fyrir kom það, að menn biðu þarna alla
nóttina, og höfðu sumir með sjer madressu, eftir því
er blöðin sýndu myndir af, til að blunda á. Allt var
þetta til þess að geta orðið framarlega í biðröðinni að
morgni, er aðgöngumiðasalan hófst. — Jeg var svo hepp-
in að geta hlustað á eina symfoníuhljómleika í Albert
Hall. Það var gamli Beethoven, sem leikinn var. Hljóm-
sveitarstjórinn var hinn þekti, Sir Adrian Boult, en
á fiðluna Ijek ítalinn Campoli. — Jeg náði í sæti,