Hlín - 01.01.1950, Síða 103
Hlín
101
er var á sömu hæð og hljómsveitin, en til hliðar við
hana, vinstra megin. Heyrði jeg því vel og sá, ekki
aðeins listamennina, heldur líka áheyrendur, er næstir
voru. Á gólfinu framundan var allþjett skipað, og þótti
mjer nýstárlegt að sjá, að þar voru ílestir unglingar —
unglingar með opin eyru og augu. — Fremsta röðin
stóð, en hvíldist fram á bríkina, er aðskildi áhorfenda-
svæðið frá hljómleikapallinum. Hugurinn virtist fang-
inn af því, er fram fór uppi á sviðinu. Alt var kyrt og
hljótt. Aftur í salnum er hringmyndað svæði, „Arenan"
svonefnda. Þar eru engin sæti, en samt heyrðist hvorki
stuna nje hósti. Unga fólkið lærir fljótt að taka tillit
hvert til annars og haga sjer prúðmannlega á almanna-
færi. Þessu kyntist jeg t. d. á listasöfnum, bókasöfn-
um, almenningsgörðum og víðar.
Lundúnir eru bær miljónanna, þar sem uppsprettu-
lindir, til fróðleiks og menningar, eru óteljandi, og
má þar nefna þjóðmenjasöfnin, listasöfnin, að ógleymdu
breska safninu mikla, British Museum, er nefna mætti
safn safnanna. Og hvar sem komið er sami mann-
straumurinn. — Þetta eru ekki eingöngu útlendir ferða-
menn, heldur einnig innlend alþýða, almennir borg-
arar, sem leita sjer andlegrar hressingar og hvíldar.
Þarna drekkur æska landsins í sig sögu þjóðarinnar eða
þjóðanna að fornu og nýju. — Sögustaðir og minnis-
merki í sjálfri London og umhverfi bregða upp mynd-
um, er búa um sig í huga hennar. — Mjer detta í hug
orð, er þjóðmenjavörður einn í Winchester, hinni fornu
höfuðborg Englands, sagði, er við áttum tal við hann
um bein Elfráðs mikla, Knúts ríka og fleiri fornhetja.
Áttu þau að vera geymd í kistum uppi á syllum í dóm-
kirkjunni gömlu þar í borg: — ,,Þau eru öll komin í
graut. Gamli Cromwell sá um það. Helti öllu saman.
En hvað gerir það: Við vitum, að þetta voru kjarna-
karlar; beinin voru ekki mergsogin.“ — Það er einmitt