Hlín - 01.01.1950, Síða 104
102
Hlín
það. Ensku þjóðinni er ljóst, að í æðum hennar rennur
ósvikið blóð, er blandað var saman úr engilsaxnesku,
rómönsku og norrænu eðli, og vekur þá trú, að óhætt
sje að treysta á mátt sinn og megin, án þess þó að þykj-
ast yfir það hafinn að trúa á guð sinn og kóng. Og
þessi þjóðarvitund gerir ensku þjóðina svo sterka, frjálsa
og jeg vil bæta við ósigrandi, þrátt fyrir ýmsa galla,
er hún auðvitað hefur, eins og allar aðrar þjóðir. Eng-
lendingum er stundum brugðið um forneskju og f-
haldssemi, og þá meðal annars tekið sem dæmi drengja-
skólarnir ensku, er margir starfa enn í mörg hundruð
ára gömlum húsakynnum, og enn þann dag í dag halda
við ýmsum fornum venjum og háttum. Má þar segja,
að meira sje metið umhverfi og andrúmsloft, en líkam-
legir hollustuhættir, er nútíma skólabyggingar veita
æskunni. Drengjaskólinn í Winchester er einn hinna
elstu í Englandi og frægur mjög. Sá jeg hann, ásamt
ýmsum öðrum fornum stöðum, er jeg með tengdasyni
mínum og dóttur fór til Winchester á sjötugsafmæli
mínu, 18. sept. síðastl. Fórum við laugardaginn, þ. 17.,
með lestinni þangað suður og hugðumst að gista þar um
nóttina til þess að geta haft allan daginn að morgni
til. að litast um í þessari frægu borg. En nærri lá
að okkur yrði úthýst. Öll gistihús full og því borið
við, meðal annars, að „drengirnir“ hefðu komið í dag
og svo margir af aðstandendum þeirra. Skólinn yrði
settur þ. 20. Sem betur fór rættist úr þessu. Við fengum
mjög sæmileg herbergi og vöknuðum sunnudagsmorg-
un í sólskinsveðri og sólskinsskapi. Eftir að hafa notið
morgunhressingar, fórum við að hlusta á morgunmess-
una í gömlu dómkirkjunni. Fór þá þar fram minningar-
athöfn um 18. sept. 1940', er Englendingar telja sinn
mikla sigurdag, (orustan um England, sem svo er nefnd,
en þá hrundu Englendingar hinum miklu loftárásum
þjóðverja). Að lokinni þakkargjörðinni hófst almenn