Hlín - 01.01.1950, Side 105
Hlín
103
messa, en hana sátum við ekki, heldur snerum okkur
að söfnum og öðrum merkisstöðum í borginni.
Fórum fyrst í kastalahöllina, þar hluti af gamla
kastlanum, er talinn að vera reistur af Vilhjálmi bast-
arði, sigurvegara, er fjell við Hastings árið 1066.
Þjóðmenjavörður var hinn liprasti við okkur og sýndi
okkur allt hátt og lágt. Hugði hann í fyrstu að við
værum Háskotar, en breyttist þó ekkert í viðmóti, er
við sögðum honum, að við værum íslendingar. Gat
hann þess við okkur, að hann hefði verið á íslandi á
stríðsárunum. — Eftir kastalavistina litum við inn á
ýmsa aðra fræga sögustaði, svo sem drengjaskólann, sem
jeg hef áður minst á, en lengir um of erindi þetta að
skýra nánar frá. Jeg vil þó taka það fram, að dagur-
inn var yndislegur í þessari gömlu, fallegu borg, ríkri
af minningum og menjum og ekki stærri en svo, að
hægt var að fá heildarsvipinn inn í hug og hjarta.
Þegar heim kom, í Hammersmith, þar sem heimili
okkar var, og jeg kallaði Grænalæk (Brook Green), þá
hafði írska húsmóðirin, er við bjuggum hjá, sett lijá
mjólkurflöskunum okkar, rjett við innganginn, hlaða
af heillaóskaskeytum, er hún hafði móttekið þá um
daginn, og kringlótta andlitið hennar var eitt spurn-
ingamerki, er hún spurði: ,,Er alt ísland að senda yður
heillaóskaskeyti?" — En sjálf sat jeg inni á rúmi mínu
— með tárin í augunum, svo innilega glöð og þakklát.
Þetta kom mjer alt svo óvænt. Meðal skeytanna var
hlý kveðja frá Lestrarfjelaginu, og þakka jeg hana hjer-
með. Þetta er nú innskot um 18. september.
Nú held jeg áfram hinum sundurlausu þönkum mín-
um frá ferðalaginu síðastliðið haust — Það sem gerði
mjer ferð þessa eftirminnilega á ýmsa lund voru nokkr-
ar tilviljanir eða atvik, og vil jeg leyfa mjer að geta
nokkurra.
Fyrsta för mín inn í stórborgina, er jeg var nýkomin,