Hlín - 01.01.1950, Síða 106
104
Hlin
var að líta inn á British Museum. Þangað hafði jeg
alloft komið áður árið 1914, er jeg með manni mínum,
Guðmundi Finnbogasyni, skoðaði safnið, er við vorum
í Lundúnum á brúðkaupsferð okkar. Nú sat tengda-
sonur minn þar og grúskaði í skjölum og undi vel hag
sínum. — Er við mæðgurnar vorum komnar í háskóla-
hverfið nærri breska safninu, eða að horni Bloomsbury-
strætis, rákum við augun í búðarglugga með kunnugri
áletrun: Dryad Handikraft. Þetta er nafn á fyrirtæki í
Leiester og var þetta útibú eða deild frá aðalfyrirtæk-
inu. Hafði jeg skift við þá verslun á árunum ’35—’37,
er við Anna Ásmundsdóttir hjeldum uppi námskeiðum
„Frístundar“ í ýmsum handavinnugreinum. Höfðum
við þá keypt frá þeim ýms tæki og vinnuefni vegna
kenslunnar. — Vorum við ekki lengi að snara okkur inn
í búðina og þarna kyntumst við þá líkri viðleitni og
við Anna höfum starfað að síðustu tíu árin og þekktist
undir nafninu „íslenzk ull.“ Samt er þar unnið að
fleiri greinum heimilisiðnaðar, þar sem „íslensk ull“
aftur á móti vinnur aðeins fyrir ullariðnaðinn.
Það var líka skömmu eftir að jeg kom að heiman, að
jeg rakst á almenningsbókasafn (Public Library). Var
það eitt af þeim, er starfa í Hammersmith. Þetta bóka-
safn var skamt frá heimili mínu og leit jeg þangað inn
nokkrum sinnum, og kynntist safninu. Var jeg þá að
útbúa lista yfir bækur, er jeg ætlaði að kaupa fyrir
safnið okkar hjer heima. Gaf yfirbókavörður safnsins
mjer ýmsar leiðbeiningar við bókaval. Meðal annars
gaf hann mjer lista yfir nýjustu bækurnar, er hann
sjálfur var nýbúinn að kaupa fyrir bókasafnið þar. Var
mjer mikill stuðningur af þessum upplýsingum.
Foyles-bókabúðirnar í Charing Cross Road eru, að
sögn þeirra sjálfra, stærsta bókaverslun í heimi. Bindin
talin vera um þrjár miljónir. Þangað fór jeg svo einn
daginn með bókalistann minn og reyndi fyrst að fá