Hlín - 01.01.1950, Side 107
HÍin
105
eitthvað af bókunum „second hand“ — eins og þeir
komast að orði um niðursettar bækur eða notaðar, sem
oft er hægt að fá nær óskemdar við lágu verði. En
lítið hafði jeg upp úr því. Töldu þeir bækurnar vera
ýmist svo nýjar, að þær væru ekki komnar í forn-
sölu, en eldri bækurnar hafa verið svo eftirspurðar,
að þær væru nú uppseldar. — Þetta fanst mjer benda
á, að listinn minn væri góður. Náði jeg þvínæst fljótt
í nokkrar af nýju bókunum, auk þess sem jeg gat náð
í nokkuð af nýjum bókum eftir eldri höfunda, er mælt
hafði verið með.
Jeg get ekki stilt mig um, í þessu sambandi, að minn-
ast á tvær bækur, er jeg keypti í þessari för minni.
Önnur er um barnateikningar, eða eins og höfundur-
inn kallar bókina „Art and the Child“ (Listin og barnið).
Prentuð árið 1948. Er bókin rituð af konu, Marion
Richardson að nafni, er að loknu barnaskólaprófi og
síðar námi við listaskólann í Birmingham, gerðist teikni-
kennari við Dudley-kvennaskólann í Birmingham, en er
nú inspektör og hefur umsjá með öllu teikninámi í
Bretlandi. — Áhrifa kensluaðferðar hennar gætir nú víða
um heim, og er hún brautryðjandi hinnar nýju bylt-
ingar, er orðið hefur á sviði teiknináms og kensluað-
ferða. — Jeg las bók þessa eins og reyfara, liggur mjer
við að segja, eða spennandi sjálfsæfisögu, og það greip
mig sterk löngun til þess að reyna að þýða bókina. —
Svo var það einn af síðustu dögunum, sem jeg var í
London, að jeg sá auglýsta í blöðunum sýningu á barna-
teikningum. Blaðið „Sunday Pictorial" stóð fyrir sýn-
ingunni og var aðsóknin feykimikil. Ráðgefandi nefnd
sýningarinnar var skipuð æðstu mönnum listaráða og
mentamála í London og sjálfur forstjóri Tate Gallery
ritaði formála sýningarskrárinnar, þar sem hann komst
meðal annars svo að orði: „Sýningin vekur í senn hrifn-
ing og hrygð, hrifning sökum hinna framúrskarandi