Hlín - 01.01.1950, Side 108
106
Hlín
gáfna, er þarna koma í ljós, hinsvegar hrygð vegna
þess, hve mikið mun fara hjer forgörðum, verða að
engu.“ Og er jeg kom á sýninguna, sá jeg nafn Marion
Richardson skrifað með stóru letri meðal þeirra, er
stóðu að sýningunni.
Þá vil jeg fara nokkrum orðum um hina bókina, er
jeg gat um áður, en það er bókin um fræðslulöggjöf
Breta. Eru nú að ganga í gildi þær miklu endurbætur,
er orðið hafa á skólalöggjöf þeirra og eru hvað merk-
astar um hollustuhætti skólabygginganna og heilbrigð-
ismál skólakerfisins. — Á þessum þrengingartímum
stríða og skömtunarfargans, þegar mörg heimili gátu
ekki sint börnunum eins og skyldi og jafnvel leystust
upp, urðu skólarnir, þegar þeir voru þá opnir, að ganga
börnunum og unglingunum í föður- og móðurstað. —
Upp úr öllu þessu hefur svo myndast skólalöggjöf, er
standa mun framarlega í heiminum. — Jeg vona að
mörg konan, er áhuga hefur á skóla- og uppeldismálum,
hafi gaman af að kynnast þessari bók. í því trausti
keypti jeg hana fyrir Lestrarfjelagið.
Þá mun jeg að lokum fara nokkrum orðum um búðir
og vörukaup. — Þar sem komið er úr bæ eða borg, þar
sem lítið er um varning, þá bregður manni í brún,
svona í fljótu bragði sjeð, að koma inn í búðarhverfin
miklu í Lundúnaborg. Þó getur það farið svo, að ganga
verði búð úr búð, ef eitthvað sjerstakt á að kaupa, og
sje lítið um gjaldeyri í peningabuddunni, þá fer svo
fljótt, að búðirnar verða aðeins augnayndi, einskonar
listsýning, því að fögur gluggaskreyting, fagrir búðar-
salir, eru margir í Lundúnaborg. Og allsstaðar er af-
greiðslufólkið lipurt og kurteist, stundum jafnvel um
of, sjerstaklega í gyðingabúðunum, og er þá betra að
fara gætilega. — Næst síðasta daginn, er jeg var á þessum
slóðum, fórum við inn í „Liberty", sem enginn, er
heimsækir Lundúnaborg, ætti að láta hjá líða að sjá.