Hlín - 01.01.1950, Side 109
Hlín
107
Er þetta frægt verslunarhús fyrir vörur sínar og húsa-
kynni. Við vorum að leita að damask-kaffidúk í alveg
sjerstökum lit, og höfðum við reynslu fyrir því, að
ilt var að ná ;í þá vöru þá í borginni. Þetta höfðum við
til erindis, en dúkurinn var ekki til, svo að við keypt-
um ekkert. En það virtist vera eitthvað líkt með aðra,
er þarna voru inni. Við sáum engan kaupa nokkurn
skapaðan hlut. Margir virtust, eftir málfari og útliti
að dæma, vera útlendingar. Þeir voru víst á listsýningu
eins og við! Að minsta kosti var eins mikið horft upp
um bita og rjáfur, útskornar súlur og syllur og á silki-
vörurnar fínu, ullardúkana mjúku, austrænu vegg- og
gólfteppin, kínverska og japanska postulínið, málm- og
leirvörur, innlendar sem útlendar, því að húsakynni
Liberty’s eru alveg einstæð í sinni röð, andrúmsloftið
svo heillandi söguríkt og heimilislegt. — Langar mig
til að segja með fáeinum orðum sögu þessa verslunar-
húss, er hefur valið sjer eftirfarandi einkunnarorð:
„Fegurð dregur meir en uxi“. (Beauty draws more than
oxen“.):
Það var fyrir hundrað árum, að Sir Arthur Liberty,
opnaði búð í Regentstræti nr. 218, fyrir orðastað nokk-
urra vina sinna. Að sama skapi sem verslunin óx, stækk-
uðu húsakynnin. Nágrannahúsin voru ýmist rifin eða
þeim breytt þannig, að gamli enski Tudorstíllinn fjekk
að njóta sín og breiddi yfir húsakynnin heimilislegan
blæ og yndisþokka. Reyndist þetta fögur umgjörð um
hinar sjerstæðu vörur Liberty’s. Að vísu eru þarna líka
byggingar í Renaissance-stíl, en gamla, enska byggingin
í Marlborough-stræti, í stíl frá dögum Hinriks áttunda
og Elísabetar drotningar, er þó meistarastykkið. —
Timbrið, eikin og tjekkið, er tekið úr tveim, gömlum
orustuskipum og bjálkarnir sjálfir í byggingunni eru
látnir halda sjer. Eru þeir með skaraxarhöggnum mynd-
um eða andlitum. Svalir og syllur veita þessum húsa-