Hlín - 01.01.1950, Síða 110
108
Hlin
kynnum sinn sjerkennilega svip og hátíðleik, sem grein-
ir þessi verslunarhús frá öðrum byggingum. — í smá-
kveri, er gestir verslunarhússins mega taka með sjer að
lokinni heimsókn, eru lokaorðin þessi: „Liberty 8c Co.“
leyfir sjer að fullyrða, að vörur þeirra hafi, frá fyrstu tíð,
hlotið frægð fyrir yfirburði sína og sjerkennileik, og þær
eru sýndar í þvi andrúmslofti og umhverfi, er eigi þekk-
ist annað slíkt*í víðri veröld. — Fyrirtækið treystir því,
að viðskiftavinir finni, að gamlar venjur eru lijer hafðar
í heiðri og hin enska umgjörð megi eiga skilningi að
mæta. — Húsakynnin lýsa að minsta kosti heiðarlegri
viðleitni til að fylgja dyggilega hugsjónum manns, er setti
svip sinn á viðskiftalíí samtíðar sinnar, jafnframt við-
leitni til að varðveita seinni kynslóðum sýnishorn versl-
unarhúsa í London, eins og þau voru áður fyrr, sýnis-
horn, sem ber með sjer, á sína vísu, þjóðareinkenni vor:
„Festu og þolgœði
Laufey Vilhjálmsdóttir.
Hallveigsstaðir.
„Hlín“ hefur farið þess á leit við mig, að jeg skrifaði
nokkur orð um kvennaheimilið okkar, Hallveigarstaði.
Éf mig minnir rjett var það ritstjóri „Hlínar“, Halldóra
Bjarnadóttir, er var ein af þeim fyrstu, sem færði for-
göngukonum þessa byggingarmáls dálitla fjárupphæð í
byggingarsjóð. — Þetta var nokkru fyrir árið 1925, en það
ár, í júlímánuði, sendu konur út um sveitir lands ávarp
um hlutafjársöfnun til byggingar kvennaheimilis, er síðar
hlaut nafnið Hallveigarstaðir.
í umburðarbrjefi þessu var tekið fram, að stofnun þessi
eigi að verða „miðstöð, þar sem allar landsins konur, er
til Reykjavíkur koma, gætu átt aðgang að, að meira eða