Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 113
Hlin
111
niðurstaðan, eins og kunnugt er, að bæjarstjórn Reykja-
víkur veitti leyfi til þess að Hallveigarstaðir yrðu reistir
við suðvesturenda Tjarnarinnar, þar sem frystihúsið „ís-
björninn“ stendur, og verður það rifið niður. Er lóð
þessi um helmingi stærri en lóðin við Garðastræti — og
að legu hin fegursta. — Tjarnirnar tvær, sú nyrðri og
syðri, blasa við á þrjá vegu og á tanganunf austanvert er
brú, er samtengir austur- og vetsurbæ. — Háskólahverfið
er þarna á næstu grösum, sömuleiðis þjóðmenjasafns-
byggingin o. fl. stórhýsi. — Verður nú hafist handa um
teikningu, er hæfi þessum stað, því vegna legu lóðarinnar
og umhverfis, þarf að breyta fyrri teikningum Hallveig-
arstaða, þótt ekki verði skift um það, er aðallega þarf að
rúmast í húsinu. En þar sem landrými verður nú nægi-
legt og engar sjerstakar kvaðir á lóðinni ætti þetta ekki
að þurfa að taka svo langan tíma. Hitt er annað atriði, að
fjárhagsvandræði landsins og gjaldeyrisskortur dregur úr
öllum verklegum framkvæmdum, og hvenær úr rætist er
framtíðin ein urn að skera úr.
En „koma tímar — koma ráð“, segir eitt máltækið okk-
ar. Ef til vill verður þessi dráttur á byggingarframkvæmd-
um okkur til góðs. Húsið verður fegurra og betur fyrir-
komið, en byggingin, sem í ráði var að reisa inni í Skugga-
liverfi á lóðinni við Lindargötu, laust fyrir árið 1930. —
Hallveigarstaðir verða glæsilegri en þeir, er teiknaðir
voru við Túngötu og Garðastræti, þar sem grafa varð fyr-
ir samkomu- og fyrirlestrasalnum langt í jörðu niður,
vegna þess, að þarna í miðbænum átti alt að vera í „Villa-
stíl“ og hæðin því takmörkuð! — Ef til vill verða þessir
byggingarörðugleikar góður skóli í þrautseigju og sam-
heldni, og eitt er víst, að án undanfarinnar baráttu í þess-
um efnum, hefðum við konur aldrei eignast lóðina í
hjartastað höfuðborgar íslands, lóðina við Tjörnina.
Á Jónsmessudag 1950.
Laufey Vilhjálmsdóttir.