Hlín - 01.01.1950, Síða 114
112
Hlin
Hlín.
Enn ert þú komin, „Hlin“ min hingað i bceinn,
hœglát að vanda, minnir á ylinn og blœinn.
Svo látlaus og prúð á gamla kjólnum þú gengur,
jeg get ekki meint að breyting á þvi yrði fengur.
a
Velkomin sjertu, þú öllum ert aufúsugestur,
enda’ er jeg með þig á linjánum fljótlega sestur,
og auðvitað tek jeg þig með í sœngina siðar,
svona mun þetta ganga á bœjunum viðar.
Meyjar, konur og menn þeirra við þjer taka
— m jer hefur hjá þjer á nóttum ei leiðst að vaka —
og piparsveinninn, aldrei við kvenmann kendur,
kemur á móti þjer með framrjettar hendur.
Fundvis ertu á venjur gamlar og góðar,
er geymst liafa að þessu i fórum islenskrar þjóðar,
en gleymast. nú óðum, ef litt er á lofti haldið,
er látast þeir gömlu og hverfa á bak við tjaldið.
Leitaðu, findu hætti horfinna alda,
er hálfgleymdir leynast milli sögunnar spjalda.
Heimilisiðnaðinn hef þú að vanda til skýja,
hagnýtt og þjóðlegt fljetta ur þvi gamla og nýja.
Kom þú svo aftur og segðu mjer söguna þina,
sýndu mjer list, er jeg hjelt væri buið að týna.
Berst mjer sem niður frá hjartslætti horfinna lýða
hálfgleymda þulan úr blámóðu gamalla tiða.
Benedikt Björnsson, Sandfellshaga, Axarfirði.