Hlín - 01.01.1950, Síða 116
114
Hlin
Bjarnarey á Vopnafirði,
Bjarnarey er varpland við mynni Vopnafjarðar, að
sunnanverðu. — Sundið á milli lands og eyjar, kallað
Bjarnareyjarsund, er um 400 faðmar á breidd, þar sem
það er mjóst, en á að giska 600 faðmar, þar sem farið er
yfir það. — (Þetta er samt ágiskun). — Eyjan dregur nafn af
fornmanni, sem sennilega hefur fyrstur manna bygt eyna.
Hann hjet Gullbjörn. — Gamlir annálar segja, að hann
hafi verið höfðingi mikill og ákaflega ríkur, líka ef eyjan
þar kölluð Gullbjarnarey, en langt er síðan farið var að
kalla hana Bjarnarey, það getur alt eins vel verið nafn
þessa fornmanns. — Mjer eru lítið kunn þessi skilríki, en
veit þó, eftir merkum fræðimanni, að þau eru til. — Ekki
veit jeg heldur, hve lengi Gullbjörn bjó þarna, en hann
dó þar. Ekki vildi hann samt bera bein sín í eynni, en
lagði fyrir að láta heygja sig uppi á Standandanesi, gegnt
eynni. Þar er haugur mikill úti á klettatanga, sem nú er
laus frá landi og engin grastó nærri honum, en haugur-
inn virðist vera mómold utan, og harður. Aldrei hefur
verið átt við haug þennan, og enginn núlifandi maður
veit, hvort hann geymir bein Gullbjörns. — Fje sitt átti
hann að hafa falið í eynni, munnmæli segja í neðanjarð-
argöngum, sem liggja, að sagt er, undir eyjunni frá suð-
austri til norðurs. — Tveir hellismunnar benda á leiðina.
Annar er vel opinn ennþá og heitir Dumpur og hefur lík-
lega fengið það nafn af miklum dunum, sem altaf eru í
hellismunnanum, ef ókyrð er í sjónum. í ládauðu er hægt
að róa bát inn í hellinn; sjór nær samt skamt inn og er
fjara fyrir botni. — Hinn skútinn var að norðan undir
Gullborginni, fhæsti klettur á eynni), en hann er alveg
horfinn í grjóthrap úr borginni.
Þegar faðir minn fluttist að Fagradal árið 1903, sást
fyrir skútanum, en ógjörningur var að komast þar inn