Hlín - 01.01.1950, Side 117
Hlín
115
fyrir grjóti. Það mun hafa gengið sjór í hann á flóði, og
sá þar í vatnspolla, en nú er það með öllu horfið. — Eitt
sinn fyrir löngu síðan reyndu sjómenn að kanna göngin,
þeir voru fjórir á bát, þrír lögðu í göngin, en einn var
skilinn eftir í bátnum. Þeir komust langa leið inn og
giskuðu á undir miðja eyju. Þá fór þeim að líka illa loftið,
og illa að loga á eldspýtunum, og þar sem þeir höfðu ekki
önnur ljósfæri, leist þeim vissara að snúa við á meðan eitt-
hvað var eftir af þeim til að lýsa leiðina til baka, því leiðin
var mjög ógreiðfær. Sumstaðar var svo lágt, að þeir urðu
að skríða, en annarstaðar var hæðin upp í seiling þeirra.
Það lak víða úr berginu, og pollar og smátjarnir voru í
botninum og lausagrjót. — Þeir komust heilir og höldnu
til baka, en með þann ósigur að hafa ekki komist í gegn
og ekkert fundu þeir gullið, hafi þeir ætlað að leita það
uppi. — Aldrei síðan hefur verið reynt að fara þessa leið,
en elstu menn telja þessa sögu sanna. — Jeg sel hana ekki
dýrari en jeg keypti. — Það var ekki ætlun mín að fara út
í fornaldarsögur, heldur að lýsa eynni og varpinu lítils-
háttar.
Bjarnarey er mjög grösug, graslendið hefur verið mælt
og er um 9 hektarar. En þar að auki er mikið af kletta-
töngum, flúðum og fjörum. — Eyjan er vogskorin, nema
að vestan eru klettar í sjó, og þar að liggur sundið. —
Helstu lendingarstaðir er Norðurhöfn, en svo má líka
lenda að austan og sunnan, eftir vindstöðu, en oft er
slæmt að lenda þarna, ef sjór er þannig.
í eynni skiftast á hólar og flatlendi, mýrar og harðvelli.
— Þrjár klettaborgir eru á eynni og setja þær mikinn svip
á umhverfið og útsýnið. Heita þær Gullborg, Miðborg og
Suðurborg og eru mjó sund á milli þeirra. — Gullborgin
er hæst, og þar er Bjarnareyjarvitinn. Hann er eina nú-
tímamannvirkið á Bjarnarey og er svipmikill uppi á þess-
ari háu klettaborg. — En vestan undir Miðborginni stend-
ur skálinn okkar og er hann bygður upp úr einni af þrem
8*