Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 120
118
Hlín
ing að lifa þarna umluktur friði og fegurð náttúrunnar.
— Þarna er næði til að gefa gaum þeim dásemdum sem
í náttúrunni búa og fylgjast með lífi og háttum blessaðra
fuglanna.
Aldrei hefur mjer leiðst að ganga varpið, þó oft sje
það erfitt og ekki sem þrifalegast. — En þau kynni hef
jeg haft af æðarkollunum, að jeg álít ekki til bóta fyrir
þær nje varpið, að fuglinn hafi öll sín egg og allan dún-
inn, þar til útungun er lokið. — Jeg held, að það geti
verið mjög vafasöm dýraást. — Okkar reynsla er sú, að
jafnast og best gengur út með 3—4 egg í hreiðri, og
ábyggilega gerir fuglinn ekkert út af því. En svo verpa
kollurnar mjög misjafnlega mikið. í hreiðrunum sjer
maður að jafnaði 2—3 og alt upp í 7 egg, og ef gefin eru
3—4 egg, verður eggjatakan aldrei sem svarar einu eggi
úr hreiðri og vantar töluvert á. — Dúnninn er einnig
mjög misjafnlega mikill hjá þeim, og sumar kollur hafa
mestmegnis hey í hreiðrunum. En þær unga út engu
síður en hinar, sem meira hafa, og eru ánægðar með sig
og sitt .— Þetta bendir til, að ekki er þörf á því að láta
æðarfuglinn liggja á öllum dúninum, og slíta honum
þannig. — Líka getur maður sjeð það á öðrum fuglum
sem engan dún leggja, að þeir koma vel út sínum eggj-
um. En það er ábyggilegt að kollunum líður illa, ef blautt
er í hreiðrunum, og þó ekki sje nema rakt, og þá reyta þær
oft gras ofan á alt saman. — í því tilfelli álít jeg þýðingar-
mikið góðverk við þær, og auðvitað við dúninn líka, að
taka hann og láta þurt gras í hreiðrið, því ekki gerir rakur
dúnninn undir í hreiðrinu annað en fúna og halda raka
í hreiðrinu, sem þá líka er vondur, bæði fyrir fuglinn og
eggin. — Það er að minni hyggju mjög nauðsynleg þjón-
usta við kollurnar að sjá um að hreiðrin þeirra sjeu þur,
hitt skiftir minna máli, hvort dúnn eða hey er í þeim, þær
halda eggjunum eins heitum í heyinu og unga eins vel
út. Og alt er þeim betra en bleytan. — Jeg hef mikið