Hlín - 01.01.1950, Page 121
Hlin
119
reynt að taka eftir háttum og líðan fuglanna og fylgjast
með öllu atferli þeirra, við erum þarna úti til að gæta
dúnsins og eggjanna og verðum að athuga hvað gerist
með það alt.
Þegar við yfirgefum eyjuna á vorin, er altaf skilið eftir
í skálanum: Kaffi, sykur, salt, hafragrjón, steinolía, eld-
spýtur, ljósfæri, sprek í eldinn og margt smávegis, sem
gæti verið til þæginda, ef einhverja bæri þar að í nauðum.
— Nauðsynlegustu matarílát á skálinn, sem aldrei eru
tekin þaðan. — Alt er þetta vel geymt þarna, því aldrei
er saggi til baga, og það er þá líka gaman að koma að öllu
aftur eins og skilið var við það.
Jeg minnist Bjarnareyjarvistar minnar ár hvert altaf
með gleði. Þar er ró og friður. Þar er einnig starf, sem
útkrefur óskifta athygli og samvisusemi.
Og aldrei vekur mjer óró gullið hans Gullbjörns!
Oddný S. Wium.
LOFSÖNGUR ELLINNAR. (Brot).
Margt hjer ber til yndis-auka:
æsku’ að sjá með táp og fjör
vaxa upp sem ættarlauka
unað veitir minni för.
Ef jeg má enn ungum gagna,
eða veita nokkrum lið,
hverjum degi fús þá fagna,
fæst ei um þótt lengist bið.
17. nóv. 1949
Fr. Fr.