Hlín - 01.01.1950, Side 123
Hlín
121
Brýnasta krafan.
Hvað ætti jeg, gömul sveitakerling, eiginlega að geta
sagt, sem væri þess virði að eyða tíma í að lesa það! —
Jeg get hugsað mjer, þegar þið byrjið lesturinn, þá and-
varpið þið ofurlítið í laumi, því auðvitað búist þið við
að jeg geri það sama og allar konur, sem eitthvað láta til
sín heyra nú á dögum. — Já, ætli það ekki! — Þær gera
kröfur, og aftur kröfur um alt mögulegt og ómögulegt.
Jæja, jeg ætla þá að geta þess strax, að jeg geri engar
almennar kröfur. Langar aðeins til að segja ykkur hvað
mjer finst við konurnar þurfum að leggja mesta stund á
að þroska hjá okkur sjálfum, hverjar þær kröfur eru, sem
við þurfum og eigum að gera til okkar sjálfra. — Við erum
stundum að kvarta um það, að við sjeum langt um
ofhlaðnar störfum, að við sjeurn ófrjálsar af þeim ástæð-
um, að við höfum naumast tíma til að hugsa eina heil-
brigða hugsun hvað þá meir.
Jeg ber ekki á móti því, að þetta er svona með okkur
margar. En þrátt fyrir þetta alt, sem þyrfti auðvitað að
breytast til batnaðar, og þrátt fyrir alt, sem okkur vantar
til þæginda og vinnu- og tímasparnaðar, er þó eitt, sem
við þurfum meira með en alls annars. Og þetta er ekki
hægt að öðlast með því að gera kröfur til annara, heldur
til sjálfra okkar. — Við þurfum að margfalda og efla hug-
rekki, fórnfýsi og lífsgleði okkar sjálfra. Auka þessa ágætu
eiginleika svo, að þeir reynist ekki aðeins okkur óþrjót-
andi, heldur líka nægilegir til að miðla öllum þeim, sem
við lifum og störfum með. — Hugsum okkur börnin okk-
ar og aðra unglinga, sem við erum með og eigum kost á
að hafa áhrif á, beint og óbeint, myndi það ekki laða þau
að heimilum sínum og tryggja veru þeirra þar, ef þau
fyndu hjá okkur óþrotlega bjartsýni, trú á þau og fram-
tíðina, bjarta lífsgleði, sem aldrei ljeti bugast, og altaf