Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 124
122
tiltn
væri reiðubúin til að skilja allar þeirra óskir, vonir og
þrár, reiðubúin til að styðja þau og hvetja.
Hvað sem á dynur er það fyrsta og brýnasta skylda kon-
unnar, að altaf ríki gleði og hlýleiki á heimili hennar. —
Öllum verður hún að geta miðlað hughreystandi og góð-
um orðum. — Þetta getur orðið býsna erfitt hlutverk, en
það er líka þess virði að leggja töluvert á sig fyrir það. —
Öllum getur það orðið til góðs, en mesta blessun mun
það færa okkur sjálfum, ef vel tekst.
Unnur.
Minni sjómanna.
Erindi flutt á tíu ára afmæli Kvennadeildar Slysavamafjelags
fslands á Akureyri, í aprílmánuði 1945, af Jónheiði Eggerz.
Heiðruðu gestir og fjelagssystur.
Þegar formaður deildarinnar mintist á það við mig, að
tala hjer nokkur orð fyrir minni sjómannanna íslensku,
fanst mjer það í raun og veru ekki vera svo mikill vandi,
því um sjómennina væri svo margt gott hægt að segja, og
fyrir engri stjett í þjóðfjelaginu ber jeg meiri virðingu
en sjómannastjettinni. — Jeg hef talsvert aðra aðstöðu
gagnvart sjónum og sjómönnunum en konur hafa alment
lijer í Eyjafirði. — Það má segja, að innfæddar konur hjer
hafi varla sjeð brim, en jeg er alin upp á sjávarbakka
hinnar alræmdu brimstrandar Suðurlandsins. — Mitt
fyrsta vögguljóð var brimhljóðið, og jeg held jeg megi
segja, að þá músik skilji jeg best enn þann dag í dag. —
Svo fluttist jeg strax ung að aldri til Vestmannaeyja, og
þar má með sanni segja, að hver einstaklingur, menn og
konur, taki virkan þátt í baráttunni við sjóinn, þótt það
sje vitanlega þar sem annarstaðar, karlmennirnir, sem