Hlín - 01.01.1950, Page 125
Hlin
123
róa á sjóinn og sækja þjóðinni auð og börnunum brauð.
— Sjómannalífið er ákaflega fjölþætt, enginn sjer fegri
sjón en sjómaðurinn á hinum löngu sumardægrum, þeg-
ar hvorki er sólarlag nje sólaruppkoma, sól altaf á lofti,
og hafflöturinn eitt geislaflóð, og öllum regnbogans lit-
um slær á tinda fósturjarðarinnar. — Þessa sjón sjáum við
ekki, sem sofum inni í rúmi, mest ef við nennum að
hugsa um þessa fegurð, og ef til vill einstöku sinnum að
raula fyrir munni okkar:
„Á um njólu aldinn mar
út hjá póli gaman.
Árdagssól og aftan þar
eiga stóla saman“,
eða:
„Ægisdætur hafsbrún hjá
hárið væta langa,
sem hún lætur liðast frá
ljósrar nætur vanga“.
En sjómannalífið hefur fleiri hliðar. — Það er langt á
milli þessara fögru daga og hinna kolsvörtu vetrarnótta,
þegar varla sjer mun dags og nætur — þegar barist er við
stórsjó, storm og náttmyrkur tímum saman, og aðeins
hinar brothættu fjalir skipsins eru á milli lífs og dauða.
í meira en þúsund ár hafa íslensku sjómennirnir staðið
í þessum hildarleik, og þeir hafa ekki sofnað á verðinum.
— Enn í dag hafa þeir ekki gleymt því, að þeir eru af-
_ komendur hinna hraustu sjóvíkinga, er lögðu á hið ólg-
andi úthaf á illa útbúnum skipum og áttavitalausir með
konur og börn að leita að eylandinu norður í hafi, sem
var fagurt og frjálst. — Þetta er hin fyrsta íslenska sjó-
mannasaga.
Nú á þessum síðustu árum hafa fslensku sjómennirnir
fengið enn ægilegri ógnir við að etja en nokkru sinni áð-
ur: Eldspúandi drekar hafa svifið yfir þeim og ferlegustu