Hlín - 01.01.1950, Page 127
Hlín
125
Ágæt bók.
Manneldi og heilsufar í fornöld.
(Skýrt samkvœmt jornnorrœnum bókmentum).
Árið sem leið kom á markaðinn merkileg bók eftir dr.
Skúla V. Guðjónsson, lækni og kennara við háskólann
í Árósum í Danmörku. — Bókin er upphafiega skrifuð á
dönsku (1941), en þýdd af Ólafi Geirssyni, lækni (ágæt
þýðing, má bæta við).
Það hefur verið furðu hljótt um þessa bók, og á hún
þó erindi til allra þeirra, sem unna sögulegum fróðleik
— og sjerstaklega, að ýmsu leyti, til húsmæðranna, því
bókin fjallar um mataræðið. — Bókin er mjög skemtileg
aflestrar, en vísindarit vilja oft verða hálfgert torf, sem
almenningur á bágt með að tileinka sjer, og síst af öllu
hafa gaman af, en hjer er einmitt um reglulegan skemti-
lestur að ræða. — Það er ekki heiglum hent að tína saman
þessa fróðleiksmola um matargerð úr fornum heimild-
um, því eins og dr. Skúli segir: ,,Ef sagnarit lá.ta svo lítið
að minnast á mat og matvæli, þá er það tilviljun ein, en
ekki af ráðnum huga.“
í inngangi bókarinnar segir dr. Skúli:
„Hverju skiftir það nú að vita um mataræði í fortíð-
inni? — Má það ekki einu gilda hvað menn átu á löngu
iiðnum öldum?
N ei, einkis vert er það ekki, fremur en hver annar fróð-
leikur mannkynssögunnar. — Menning vor vex upp úr for-
tíðinni. — Hún stendur þar djúpum rótum. — Sagnfræði-
rannsóknir hafa því ávalt átt tiginn sess í vísindunum.
En lítt skiljanlegt er það, að sagnfræðirannsóknir hafa
sýslað um hvað eina annað en manneldissöguna. — Þau
blöð sögunnar eru að mestu óskráð ennþá í flestum lönd-
um. Og þessi saga er þó e. t. v. athyglisverðasta greinin,
eða öllu heldur stofninn, sem margir aðrir sögulegir at-