Hlín - 01.01.1950, Síða 128
126
Hlin
burðir kvíslast frá. — Ef vjer þektum betur eldisvandamál
fortíðarinnar, mundi oss veitast auðveldara að skilja
vandamál vorra tíma. — Heilbrigði vor, krankleiki og
kynfylgjur, já, það sem vjer gortum mest af, gáfur vorar
og viska, er e. t. v. beinlínis runnið af rótum viðurværis
-íorfeðra vorra. — Og fæða vor sjálfra verður þá að líkind-
um jafnmikilsverð framtíðinni — er vjer allir þjónum.
Almenn saga Norðurlanda nær tiltölulega stutt aftur í
tímann. Ef vjer förum fáeinar aldir aftur í tímann, dofna
línurnar. Vjer missum sjónar á daglegu hátterni og þaðan
af fremur þeim þætti daglega lífs, sem snertir viðurværið.
En langt út við sjóndeildarhringinn sjáum vjer — eins
og í hillingum — lifnaðarhætti Norðurlandabúa á vík-
ingaöldinni, eins og þeir birtast í íslendingasögunum og
fornnorrrænum bókmentum. — Líkt og fjarlæg lönd, í
hverfulum hillingum, speglast líf Norðurlandaþjóðanna
í sögum, eddum, fornkvæðum og máli, í leiftursýn, oft
útlínur einar, en jafnoft skörpustu myndir af einstökum
atriðum.
Jeg mun þá reyna, í stórum dráttum, að gera mjer í
hugarlund hvernig viðurværið hefur verið, eins og það
kemur oss fyrir sjónir í sögu og trúarbrögðum, ljóðum og
lausu máli.“ —
í bókinni eru t. d. kaflar um: Matvæli á söguöld. —
Geymsla matvæla. — Meðferð matvæla. — Um hreinlæti
og líkamshirðingu. — Hverri þessari grein gerir læknir-
irinn góð skil í ljósi sögunnar. —
í inngangi bókarinnar kemst Skúli svo að orði: ,,í öllum
vísindum er tíska, á sama hátt og í siðum og klæðaburði.
Hvert tímabil setur sinn svip á tískuna og tískan blæ á
tímabilið.
í náttúruvísindum, í líffræði, lífeðlisfræði og læknis-
fræði eru eldismálin í tísku. Allsstaðar þar, sem tilrauna-
vísindi standa í blóma, er unnið af kappi að næringar-
rannsóknum. — í stjórnmálum og hagfræði eru næringar-