Hlín - 01.01.1950, Síða 130
128
Hlin
dómsmenn, en án efa má finna þar býsna margt, þó
ekki sýnist um auðugan garð að gresja við fyrstu sýn.
Hver verður til þess að leysa það vandaverk af hendi?
Ekki væri það óhugsandi, að einhver góður maður yrði til
þess eftir lestur bókar dr. Skúla: Manneldi og heilsufar í
fornöld. — Þar er fyrirmyndin!
Halldóra Bjarnadóttir.
Skýring kvæðisins á bls. 4 er þessi:
Jeg kom neðan frá Laugum, hafði verið þar nokkra daga í
heimsókn hjá Kristjönu Pjetursdóttur, vinkonu minni. Á uppeftir-
leið í „Sveitina" bilaði bíllinn og varð viðstaða nokkur. Við mjer
blasti Arnarvatn. Minningarnar flugu til mín sem hvítar dúfur,
og fylgdu mjer til rústa heimilisins, þar sem jeg var borin og barn-
fædd. Þar var ljúft að minnast okkar leiksystranna með festar úr
fíflaleggjum um háls og arma, en fulla vasa af hornastykkjum og
glerbrotum í búið.
En bernskan líður og æskan tekur við. Mæður okkar leitast við
að ala okkur upp í guðsótta og góðum siðum. Þær kenna okkur líka
„að koma mjólk í mat og ull í fat“. Betri heimanfylgju gátu þær
ekki gefið okkur. Ekkert verk þótti mjer skemtilegra í æsku en
tóvinna. Hefur hún alla daga verið mjer jafnt til gagns og gleði.
„Sunnudal" nefni jeg bernskuheimili mitt á líkingamáli. Þar
skein mjer sól í heiði, þrátt fyrir það, að norðanátt ríkti þar nokk-
urn tíma æsku minnar. — Tæplega 16 ára gömul hafði jeg, á
rúmum tveim árum, mist ömmu mína, sem kendi mjer bænirnar
mínar, signdi mig til svefns á kvöldin og til starfs og leika á
morgnana; móður mína, greinda konu og verkhaga; systur mína,
sex ára gamla, yndi mitt og eftirlæti. Henni hafði jeg reynt að
ganga í móðurstað tvö síðustu árin, eftir að móðir okkar veiktist.
— Það eru brosin hennar, er hafa fylgt mjer sem sólargeislar gegnum
lífið. Fríða.