Hlín - 01.01.1950, Page 131
Hlin
129
Auður minninganna.
Erindi flutt á 17. júní samkomu að Lundi í Öxarfirði.
Um leið og jeg byrja mál mitt, vil jeg gefa þá skýringu,
að síðast þegar Menningarsjóðssamkoma var hjer í Lundi,
var mjer boðið að vera með í þeim hópi, er ljeti til sín
heyra. Þá var jeg svo þreytt eftir annir margra fundar-
daga, að jeg treystist ekki til þess. — Nú vil jeg nota þetta
tækifæri til að þakka mjög vel þennan óverðskuldaða
sóma um leið og jeg leysi hendur mínar. — En af því að
hjer er það enn sjaldgæft að tala til konunnar til nokk-
urrar opinberrar þátttöku á fjelagssviði voru, finn jeg
mig knúða til þess að taka hjer til máls í þeirri trú, að
áfram verði til hennar talað, og á næstu fundum komi
fleiri konur fram, sem geri mikið betur en jeg nú. En
jeg vona að konurnar verði jafnan minnugar þess, að
bregðast aldrei köllun sinni að reynast boðberar frið-
ar og sátta, mannúðar og mildi meðal sinnar samtíðar,
hvort sem þær tala á mannfundum eða vinna verk sín
heima fyrir.
Jeg held það verði mörgum búmanninum að brosa, og
fjármálamanninum að glotta við tönn, að heyra mig tala
um auðæfi minninganna. Nú, þegar veröld öll logar af
valdagræðgi. Það harðasta kapphlaup er háð um yfirráðin
í heiminum. Öll verðmæti lífsins eru lögð á vogarskálar
valda og gulls: Heimspekileg rit, skáldsögur, vel ort
kvæði, málara og myndhöggvaralist, fagur söngur og
hljómlist, öll verk byggingarlistar og vjelamenningar ver-
aldarinnar, og svona má lengi telja. — Með gulli er hægt
að gjalda þetta alt. En aldrei eitt: Auður minninganna
verður aldrei metinn, seldur eða keyptur. — Við mund-
9