Hlín - 01.01.1950, Page 132
130
Hlin
um heldur aldrei vilja glata honum. Þetta er okkar einka-
eign, sem aldrei verður frá okkur tekin, og án hennar vær-
um við fátæk, já fátæktin sjálf. — Öll þekkjum við auðnir
og tóm skammdegis- og vetrarmyrkurs, en hversu geigvæn-
legri eru þó auðnir einmana sálar, sem ekkert athvarf á
hjá arineldi minninga sinna.
Þegar við lesum ljóð skáldanna okkar, fer það varla
fram hjá okkur, hvað mörg kvæði og falleg, eru um hið
liðna í lífi þeirra. — Matthías mælir á einum stað svo fag-
urlega:
„Næst er minnið mannsins hjarta,
minnið — það á ríka hljóma.
Von og yl, sem vermir, nærir
vora dýrstu helgidóma.
Eins og vorið vekur mestan
vonararð úr dýpstu hjarni.
Sárust minning getur gefið
gróðan bestan — tregans barni.“
Það sindrar líka fagurlega af vísunni hans Sveinbjarnar
Egilssonar.
„Endurminningin merlar æ
í mánaskini það sem var.
Yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fegurðar.“
Eða sigurbrosið á Bjarna frá Vogi, þegar andúðin elt-
ir hann:
„Þeir ætla að jeg sje einn á ferð og ólánsgrey í flestu,
en fylgispök er mjer þó mergð af minningunum bestu.“
Og öll hlýðum við með aðdáun á Einar Benediktsson
í kvæðinu „Dísarhöll“:
„Því veldur mjer trega tónanna slagur,
sem töfrar og dregur — og er svo fagur?