Hlín - 01.01.1950, Side 133
Hlín
131
Nú veit jeg og finn hvers sál mín saknar,
söngvanna minning af gleymsku vaknar.
Ómar af lögum — og brot úr bögum,
— bergmál frá æfinnar liðnu dögum —
af hljómgrunni hugans vaknar."
Við finnum öll, hve óendanlega fjölbreyttur og sterkur
sá þáttur er ofinn í lífsvef okkar allra. — Um langa æfi
leggur ljómann af gleðistundum æskumanna, hvort sem
unglingurinn fer einförum, albjartar júnínætur, eða gleð-
ur sig með jafningjum á ferðalögum og skemtimótum. —
Hverjum gleymist hugblær og unaður fyrstu æskuásta:
Leitandi óviss, feimin og — sæl. — Þau áhrif geta lýst
og vermt gegnum langa æfi og varnað frá að verða úti á
hjarni tilverunnar. — Hvaða móðir gleymir því helga
augnabliki, er hún vefur fyrsta sinn nýfætt barn sitt að
brjósti sjer, og hvaða íaðir minnist ekki lengi unaðar og
gleði, við að finna litla, mjúka lófa strjúka um hár og
vanga. — Eða — þegar við stöndum við grafir dáinna
skyldmenna og vina. — Sorgin hefur heltekið sál okkar. —
Alt er auðn og myrkur? — Þá koma minningarnar um
samveruna og draga sviðann úr sárinu og varpa birtu yfir
hafið djúpa.
Langt aftur í rökkurmóðu fortíðarinnar lítum vjer
konuna stórlátu og svipmiklu, sveipuð bjarma komandi
dags, feta hægt í morgundögginni til kirkjunnar á Helga-
felli, þar sem hún hefur á seinni árum svo margar stundir
vakað ein — og beðið. Beðið friðar sálu sinni. Harmandi
brostna bauga, eiða rofna og — áranna hatur. — Minning-
arnar flæða yfir hana eins og æðandi öldur. — Aðeins
þarna finnur hún frið, í minningunni um hann, sem hún
var verst — en unni mest. — Svo bregður fyrir annari
mynd, þar sem Helga hin fagra situr við langelda kvölds-
ins og starir inn í fölskvaðar glæðurnar. Skikkjan góða,
gripurinn dýri, hvílir í kjöltu hennar. — Hendurnar
9*