Hlín - 01.01.1950, Page 134
132
Hlín
strjúka hana mjúklega, og um huga hennar svífa svipir
æfinnar liðnu. — Hún sjer sól skína yfir sæ og bygð. —
Fagur og sviphreinn ríður Gunnlaugur í hlað. — Hún
rjettir fram báðar hendur að fagna honum. — Honum
einum hafði hún unnað, en grimmar skapanornir bönn-
uðu þeim samveru að njóta.
Að lokum langar mig til að segja ykkur ofurlitla sögu
um atvik, sem mjer er sjálfri svo minnisstætt.
Yfir voga og sæblá sund hellir vorsólin heitu geisla-
flóði. — Skotlandsstrendur blasa við. — Eimskipið „Goða-
foss“ skríður inn Forth-fjörðinn .— Dálítill ferðamanna-
hópur mænir á land með forvitni og tilhlökkun í augum.
— Við hröðum okkur í land. — Nú á að nota tímann
vel. — Flestir taka sporvagnana til þess að komast sem
fyrst og komast sem lengst inn í borgina. — En við frændi
gamli, sem jeg kallaði, Sveinbjörn Guðjohnsen, kusum
heldur að ganga og fara hægt yfir. — Þarna morar alt af
lífi um stræti og torg. — Edinborg er fyrir nokkru risin
af nætursvefni, og nú er alt að komast á fulla ferð. Við
göngum eftir aðalstrætinu, Princes Street, skoðum minn-
isvarða Walters Scott, herkastlann mikla uppi á hæðinni
og dalinn fagra í kring. — Við göngum hægt, því nú var
orðið afar heitt. — Við eitt torgið á strætishorni stansar
frændi, tekur í handlegginn á mjer og segir: „Sjáðu!“ —
Skamt frá okkur liggur maður á hjánum með svartkrít í
hendinni. Hjá honum liggur húfan hans upp í loft með
nokkrum skildingum í. — Hann var að ljúka við síðustu
drættina í stórri teikningu, sem blasir við, þegar hann
stendur á fætur. — Við stönsum þarna, og athugum mynd-
ina. — Það var skip, sem er að sökkva í sjó. Freyðandi öld-
ur lykja yfir afturhluta þess. — Stór hópur farþega stend-
ur á þilfari skipsins, — þar sem hæst ber, — með upplyft-
um örmum. — Björgunarbátar eru víðsvegar í kring, full-